Innlent

Ráðherraskipan ákveðin annað kvöld - ekkert gefið í þeim efnum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ráðherraskipan innan flokksins verði ákveðin á þingflokksfundi annað kvöld. Spurður hvort það verði eitthvað óvænt, svarar Bjarni því til að svo verði ekki, „en það verður ekkert sjálfgefið,“ bætti hann svo við.

Sjálfstæðisflokkurinn mun fara með fjármálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið. Svo mun flokkurinn skipa heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðherra í atvinnuvegaráðuneytið.

Hægt er að horfa á viðtal við Bjarna hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×