Fleiri fréttir

Hlýrra á heiðinni en í Reykjavík

"Það er nú ekki komið neitt sumar þannig, en það má segja að eftir næstu helgi séu góðar horfur. Það er bara svo langt í það að við verðum að sjá hvað verður úr því,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Formaður Landverndar: "Við skulum bara vona að þetta hafi verið byrjendamistök“

Umhverfissinnar afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra þær umsagnir um rammaáætlun sem bárust til Alþingis og ráðuneyta á morgun kl 17. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar. Rúmlega 1000 manns hafa nú þegar boðað komu sína á viðburðinn í gegnum facebook.

Blæs risasköflum burt eftir minni af Mjóafjarðarheiði

Ásgeir Jónsson hefur eftir besta minni grafið frá því á þriðjudag í gegnum hátt í fimm metra skafla á veginum í Mjóafjörð. Í gær náði Ásgeir efst á heiðina og reiknar með þriggja daga snjóblæstri enn áður en fært er orðið.

Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé

„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í

Gæti lækkað grunnvatnið í Kaldárbotnum

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði segjast ekki með nokkru móti geta fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns úr svonefndum Bláfjallastraumi í Vatnsendakrikum.

Flytja þúsundir trjáa í brennsluofn Elkem

Skógrækt ríkisins flytur næstu vikur mikið magn af grisjunarvið til kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Viðurinn kemur frá sjö skógræktarsvæðum af öllu landinu. Grisja þyrfti um þrjár milljónir trjáa á landinu ef vel ætti að vera.

Líklegra að feður flengi börnin sín

Ný íslensk rannsókn á reynslu fullorðinna á líkamlegu ofbeldi í æsku sýnir að líkamlegum refsingum barna var minna beitt eftir 1980. Rassskelling reyndist algengasta refsingin hjá feðrum en kinnhestur og fingursláttur hjá mæðrum.

Bræla aftrar veiðum

Engin strandveiðibátur hefur farið á sjó í morgun eftir helgarstoppið, þar sem slæm veðurspá er umhverfis allt landið.

Bílatryggingar í ólesti

Lögreglan á Selfossi tók skráninganúmer af sex bílum í bænum í nótt, þar sem tryggingar þeirra voru útrunnar.

Lítið barn fékk bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti

Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug.

Sumarþing kallað saman í byrjun júní

Sumarþing verður kallað saman í byrjun fyrst dagana í júní. Forsætisráðherra segir einhverjar skattalækkanir jafnvel verða lagðar þar fram. Stórar aðgerðir sem varða skuldamál heimilanna bíði hins vegar til haustsins.

Íslendingur grunaður um morð í Noregi

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á tjaldstæði í Valle í Noregi, eftir því sem norskir fjölmiðlar greina frá. Hann er sakaður um að hafa stungið annan mann með eggvopni.

Aron Geir kominn í leitirnar

Aron Geir Ragnarsson, 16 ára pilturinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun, er fundinn heill á húfi.

Vilborg náði á tindinn

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir komst á tind Denali (einnig þekkt sem McKinley-fjall) í gær. Hún segir á vefsíðu sinni að toppaðstæður hafi verið á fjallinu en gangan tók samtals 11,5 klukkustundir.

Kafarinn kærður

Norski kafarinn sem missti meðvitund við köfun í Silfru í fyrradag hefur verið kærður til lögreglu.

Vill skoða allar hugmyndir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það besta úr fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar verði notað.

Lýst eftir Aroni Geir

Talið er að hann sé klæddur í bláa úlpu , ljósbláar gallabuxur, grænan stuttermabol og sé í bláum og svörtum strigaskóm.

Ætlar að endurskoða umdeilt greiðsluþáttökukerfi vegna lyfjakaupa

Nýtt greiðsluþáttökukerfi vegna lyfjakaupa tók gildi 4. maí. Kerfið hefur verið gagnrýnt töluvert. Það er þrepaskipt og hefur gagnrýnin meðal annars snúið að því hversu háar upphæðir sjúklingar þurfa að greiða við fyrstu lyfjakaup. Kristján Þór Júlíusson nýr heilbrigðisráðherra ætlar sér að skoða málið.

Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook

Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart.

Sigur Rós kom fram í þætti Leno

Hljómsveitin Sigur Rós kom fram í þætti Jay Leno í gær. Hljómsveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin til þess að kynna nýja plötu sína, Kveikur, sem kemur út um miðjan júní. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli að undanförnu en tónlist sem var í Simpsons þætti sem segja má að hafi verið tileinkaður Íslandi var einmitt samin af Sigur Rós. Atriði þeirra í þætti Jay Leno í gær var allt hið glæsilegasta. Myndband Sigur Rósar úr Jay Leno þætti má finna á Vimeo síðu hljómsveitarinnar og má leiða að því líkum að hljómsveitin hafi fengið leyfi NBC stöðvarinnar, sem sýnir þætti Leno, til þess að birta þættina.

„Verður að vera yfir allan vafa hafið“

Píratar hafa kært framkvæmd nýafstaðinna Alþingiskosninga vegna misræmis í framkvæmd. Í athugasemdum þeirra kemur meðal annars fram að talning kjörseðla hafi verið mismunandi eftir talningarstöðum.

Segir kafara hafa vitað af reglum svæðisins

„Þessi maður má þakka fyrir að vera á lífi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um slys sem varð í þjóðgarðinum í gær.

Líkfundur á Seltjarnarnesi

Lík konu fannst í gærkvöldi við golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð til.

Ný aðflugsljós við Ægisíðu nauðsynleg segir Jón Gnarr

"Þarna á að fara að setja upp stór og ljót mannvirki, sem þar að auki eru með sterka lýsingu, á einni mestu útivistarperlu borgarinnar,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhuguð lendingarljós við Ægisíðu. Ljósin eru hluti af samkomulagi Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins um Reykjavíkurflugvöll sem gert var 19. apríl.

Pyntinganefnd gagnrýnir skort á atvikaskráningum

Fangelsismál Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gagnrýnir meðal annars að ekki hafi verið ákveðið að tilkynna alvarlegt atvik sem nýlega kom upp í fangelsinu á Akureyri til viðeigandi stofnunar.

Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum

„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum.

Segja meirihlutann starfhæfan

„Já, ég sit í starfhæfum meirihluta,“ svaraði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar oddvitar minnihlutaflokkanna í bæjarráði spurðu hann út í stöðu meirihlutans í Kópavogi.

Kafari án súrefnis sökk til botns

Tveir íslenskir kafarar björguðu í gær lífi norsks manns sem missti meðvitund er hann kafaði án súrefnis í gjánni Silfru á Þingvöllum.

Gegnsæ göng í stað brúarinnar

Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog.

Fíkniefnasalar handteknir á Akureyri

Í dag handtók lögreglan á Akureyri þrjá einstaklinga, eftir að bifreið þeirra hafði verið stöðvuð og rúm 40 grömm af amfetamíni fundist á einum farþeganna.

Átján virkjanakostir sem gætu færst í nýtingarflokk

Búast má við að allt að átján virkjanakostir verði færðir úr verndar- og biðflokki, og ýmist yfir í nýtingarflokk eða biðflokk, vegna stefnumörkunar nýrrar ríkisstjórnar um að endurskoða rammaáætlun. Mörg átakamál gætu blossað upp á ný, eins og um Norðlingaölduveitu, Bitruvirkjun og Gjástykki.

Sjá næstu 50 fréttir