Lítið barn fékk bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. maí 2013 18:30 Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira