Lítið barn fékk bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. maí 2013 18:30 Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira