Innlent

Vilborg náði á tindinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/getty

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir komst á tind Denali (einnig þekkt sem McKinley-fjall) í gær. Hún segir á vefsíðu sinni að toppaðstæður hafi verið á fjallinu en gangan tók samtals 11,5 klukkustundir.

Denali er hæsti fjallstindur Norður-Ameríku og gangan upp á hann liður í leiðangrinum Tindarnir SJÖ, en Vilborg ætlar að ganga á hæsta fjallstind hverrar heimsálfu á einu ári.

„Við erum hraust og vel á okkur komin. Við höfum auðvitað fundið fyrir hæðinni, orðið móð og fengið hausverk, en að öðru leyti hress. Það er skemmst frá því að segja að kvöldmaturinn hvarf ofan í okkur en nú er það hvíldartími,“ segir hún á vefsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×