Innlent

Bílaleigubílarnir í ágætu standi - einkabílarnir ekki

Lögreglan greip í gær til aðgerða til að stemma stigum við slæmu ástandi bílaleigubíla. Alls voru 520 bílar stöðvaðir við Leifsstöð og voru allir bílaleigubílar færðir í ástandsskoðun.

Lögreglumenn heimsóttu einnig 20 bílaleigur til að kanna starfsleyfi og hvort faratæki ætluð ferðafólki séu rétt skráð.

„Þetta gekk eins og í sögu," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. „Við bera saman bækur okkar í næstu viku."

Að verkefninu koma lögregluembætti frá Vesturlandi að Hvolsvelli, Umferðarstofa, rannsóknarnefnd umferðarslysa, Aðalskoðun, Frumherji og Vegagerðin.

Skúli segir að bílaleigubílarnir hafi yfirleitt verið í góðu ástandi. „Við tókum hins vegar nokkra almenna bíla í ástandsskoðun þar sem staða mála var hreint ekki jafn góð."

Þá segir hann að ökumenn hafi almennt tekið vel í verkefnið og að það hafi verið létt yfir ferðamönnum sem voru nýkomnir til landsins.

„Við munum standa í svipuðum verkefnum á Suður- og Vesturlandi í sumar," segir Skúli. „Það er nauðsynlegt að hafa þessa hluti á hreinu, nú þegar ferðamannavertíðin er að hefjast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×