Innlent

Skiptimynt og eldsneyti stolið

Löggan greip mann skammt frá vettvangi en sá var með vasa fulla af skiptimynt.
Löggan greip mann skammt frá vettvangi en sá var með vasa fulla af skiptimynt.

Í morgun var lögreglu tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun í Breiðholti.

Lögreglumenn héldu þegar á staðinn. Þarna hafði rúða verið brotin í útihurð og farið hafði verið inn um hana. Lítilsháttar af skiptimynt var stolið. Maður grunaður um verknaðinn var handtekinn skammt frá vettvangi og fannst skiptimynt í fórum hans. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu þar til skýrsla verður tekin af honum.

Í morgun var svo tilkynnt um þjófnað á talsverðu magni af eldsneyti af vinnutækjum hjá fyrirtæki á Höfðanum og að auki var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austurborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×