Innlent

Réttindalaus hótaði lögreglu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd úr safni

Sex ökumenn voru teknir í nótt á höfuðborgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Þá ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Strandvegi á fjórða tímanum. Sá gistir fangageymslu eftir skoðun á slysadeild.

Annar var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var réttindalaus og hafði í hótunum við lögreglumenn. Hann gistir fangageymslu og verður kannað með landvistarleyfi hans.

Um klukkan 4 varð umferðarslys á Hringbraut þar sem ekið var á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn, kona á fertugsaldri, mun hafa sofnað undir stýri. Hún mun ekki vera alvarlega slösuð, en eignatjón var talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×