Pyntinganefnd gagnrýnir skort á atvikaskráningum 25. maí 2013 06:00 Litla-Hraun Pyntinganefnd Evrópuráðs setur út á ýmis atriði er varða fangelsi á Íslandi í drögum að skýrslu nefndarinnar sem var gerð hér á landi síðastliðið ár. Fréttablaðið/Stefán Fangelsismál Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gagnrýnir meðal annars að ekki hafi verið ákveðið að tilkynna alvarlegt atvik sem nýlega kom upp í fangelsinu á Akureyri til viðeigandi stofnunar. Þá ógnaði fangi samfanga sínum með hnífi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu nefndarinnar, sem var hér á ferð í september á síðasta ári. Skýrslan er nú í umsagnarferli hjá íslenskum yfirvöldum. Nefndin gerði úttekt hjá lögreglunni á geðdeildum og fangelsum hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þar sem fanginn hafi ekki slasast hafi fangelsismálayfirvöld á Akureyri ekki aðhafst sérstaklega í málinu að öðru leyti en því að bjóða fórnarlambinu að leggja fram kæru. Nefndin gagnrýnir þetta verklag og segir að tilkynna beri öll alvarleg atvik um ofbeldi á milli fanga til viðeigandi yfirvalda. Engar skráningar eru heldur til um atvik sem nefndin lítur alvarlegum augum. Þá var fangi á Litla-Hrauni í fyrra festur á grúfu á planka með hendur fyrir aftan bak í um tvo klukkutíma. Þar segir að fanganum hafi hugsanlega stafað hætta af meðferðinni, sér í lagi þar sem hann er að sögn asmaveikur. Nefndin fer fram á tafarlausa rannsókn á atvikinu. Jafnframt kemur fram að hjúkrunarfræðingar sem starfa á Litla-Hrauni tilkynni ekki sérstaklega eða skrái þegar fangi leiti til þeirra eftir ofbeldi samfanga. Hafi hjúkrunarfræðingar tjáð nefndinni að þeir yrðu varir við áverka á föngum eftir aðra fanga að meðaltali einu sinni í viku. Nefndin gagnrýnir að þrátt fyrir þessa vitneskju sé ofbeldið hvorki tilkynnt á viðeigandi staði né skráð í atvikaskrá, heldur einungis skráð í sjúkraskrá viðkomandi einstaklings. Nefndin vill að verkferlar varðandi atvikaskráningar á Litla-hrauni verði endurskoðaðir og það tryggt að hvenær sem heilbrigðisstarfsfólk verði vitni að áverkum sé það tilkynnt til viðeigandi yfirvalda. Einnig vill nefndin að komið verði á fót miðstýrðri skráningu svo betur hægt sé að fylgjast með ástandi innan fangelsisins og koma í veg fyrir frekara ofbeldi. hanna@frettabladid.is Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fangelsismál Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gagnrýnir meðal annars að ekki hafi verið ákveðið að tilkynna alvarlegt atvik sem nýlega kom upp í fangelsinu á Akureyri til viðeigandi stofnunar. Þá ógnaði fangi samfanga sínum með hnífi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu nefndarinnar, sem var hér á ferð í september á síðasta ári. Skýrslan er nú í umsagnarferli hjá íslenskum yfirvöldum. Nefndin gerði úttekt hjá lögreglunni á geðdeildum og fangelsum hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þar sem fanginn hafi ekki slasast hafi fangelsismálayfirvöld á Akureyri ekki aðhafst sérstaklega í málinu að öðru leyti en því að bjóða fórnarlambinu að leggja fram kæru. Nefndin gagnrýnir þetta verklag og segir að tilkynna beri öll alvarleg atvik um ofbeldi á milli fanga til viðeigandi yfirvalda. Engar skráningar eru heldur til um atvik sem nefndin lítur alvarlegum augum. Þá var fangi á Litla-Hrauni í fyrra festur á grúfu á planka með hendur fyrir aftan bak í um tvo klukkutíma. Þar segir að fanganum hafi hugsanlega stafað hætta af meðferðinni, sér í lagi þar sem hann er að sögn asmaveikur. Nefndin fer fram á tafarlausa rannsókn á atvikinu. Jafnframt kemur fram að hjúkrunarfræðingar sem starfa á Litla-Hrauni tilkynni ekki sérstaklega eða skrái þegar fangi leiti til þeirra eftir ofbeldi samfanga. Hafi hjúkrunarfræðingar tjáð nefndinni að þeir yrðu varir við áverka á föngum eftir aðra fanga að meðaltali einu sinni í viku. Nefndin gagnrýnir að þrátt fyrir þessa vitneskju sé ofbeldið hvorki tilkynnt á viðeigandi staði né skráð í atvikaskrá, heldur einungis skráð í sjúkraskrá viðkomandi einstaklings. Nefndin vill að verkferlar varðandi atvikaskráningar á Litla-hrauni verði endurskoðaðir og það tryggt að hvenær sem heilbrigðisstarfsfólk verði vitni að áverkum sé það tilkynnt til viðeigandi yfirvalda. Einnig vill nefndin að komið verði á fót miðstýrðri skráningu svo betur hægt sé að fylgjast með ástandi innan fangelsisins og koma í veg fyrir frekara ofbeldi. hanna@frettabladid.is
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira