Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. maí 2013 18:23 Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira