Innlent

Ísland varð Norðurlandameistari í brids

Íslenska landsliðið í opnum flokki tryggði sér Norðurlandatitilinn í brids þrátt fyrir jafntefli í síðasta leik gegn Finnlandi.

Mótið var haldið um helgina. Forskotið sem liðið var búið að búa til með góðri spilamennsku fyrr í mótinu gerði það að verkum að jafntefli tryggði sigurinn. Danmörk varð í 2. sæti og 3. sæti varð hlutskipti Finnlands.

Þetta kemur fram á vefsíðu Bridgesambands Íslands. Sigursveitina skipuðu þeir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgenssen, Bjarni Einarsson, Ragnar Hermannsson og Guðmundur Snorrason.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 64 spila leik um 3ja sætið við Svíþjóð í spennandi leik. Íslensku konurnar enduðu í 4. sæti. Danir unnu kvennaflokkinn og Noregur varð í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×