Innlent

Hlýrra á heiðinni en í Reykjavík

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Það hefur verið kalt í Reykjavík í vor.
Það hefur verið kalt í Reykjavík í vor.

„Það er nú ekki komið neitt sumar þannig, en það má segja að eftir næstu helgi séu góðar horfur. Það er bara svo langt í það að við verðum að sjá hvað verður úr því,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt langtímaspám verður oft hlýrra á Holtavörðuheiði en í höfuðborginni á næstu tíu dögum. Haraldur segir það þó ekki óvenjulegt í suðlægum áttum. „Þá er ekkert skrýtið að það verði hlýrra jafnvel uppi á heiði en í bænum. Að jafnaði er nú samt hlýrra í bænum.“ Íslendingar bíða margir hverjir óþreyjufullir eftir sumarveðri, en Haraldur bendir á að samkvæmt almanakinu vari vorið út maí.

„Ég sé ekki að það verði sérstök hlýindi á landinu fyrr en seint í vikunni. Það má segja að eftir daginn í dag lægi vindinn og það verði meinlaust og aðgerðalítið veður, en engin sérstök hlýindi. Þau er ekki að sjá nema að það gæti verið orðið dálítið vel hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á fimmtudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×