Innlent

Íslendingur grunaður um morð í Noregi

Norska lögreglan rannsakar málið.
Norska lögreglan rannsakar málið.

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á tjaldstæði í þorpinu Valle í Noregi í nótt, eftir því sem norskir fjölmiðlar greina frá. Hann er sakaður um að hafa stungið annan mann til bana með eggvopni. Mennirnir tveir eru sagðir hafa setið að drykkju fram á nótt. Hinn látni lést af sárum sínum á spítala.

Hinn látni var stunginn þremur hnífsstungum í bakið og eitt í brjóstið, segir Nils Kristian Voreland varðstjóri hjá lögreglunni í Agder í Noregi í samtali við NTB. Gerandinn var handtekinn um þremur korterum eftir að lögreglan fékk tilkynningu um það.

Voreland segir að átökin milli mannanna hafi átt sér stað í samkvæmistjaldi í Valle. Hann segir jafnframt að svo virðist sem engin vitni hafi orðið að hnífsstungunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×