Innlent

Segja meirihlutann starfhæfan

Ármann Kr. Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir Bæjarstjóri Kópavogs og aðrir oddvitar meirihlutans segja enga óvissu um samstarfið.Fréttablaðið/Vilhelm
Ármann Kr. Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir Bæjarstjóri Kópavogs og aðrir oddvitar meirihlutans segja enga óvissu um samstarfið.Fréttablaðið/Vilhelm

„Já, ég sit í starfhæfum meirihluta,“ svaraði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar oddvitar minnihlutaflokkanna í bæjarráði spurðu hann út í stöðu meirihlutans í Kópavogi.

Eins og komið hefur fram myndaðist nokkur titringur innan meirihlutans þegar tveir liðsmenn hans samþykktu tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipulags.

„Undirrituð beina þeirri fyrirspurn til bæjarstjóra hvort hann sitji í umboði starfhæfs meirihluta en eitthvað virðist óljóst um að slíkt sé tilfellið. Jafnframt er meirihlutinn hvattur til að stilla saman strengi sína svo óvissu um stjórn bæjarins verði aflétt og unnið að þeim verkefnum sem þarf að vinna,“ sagði í fyrirspurn minnihlutans.

„Engin óvissa hefur ríkt,“ bókaði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki. „Þakka góðar ábendingar, allir eru að vinna,“ bókaði Rannveig Ásgeirsdóttir úr Y-listanum. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×