Líklegra að feður flengi börnin sín 27. maí 2013 07:00 Í nýrri rannsókn kemur fram að feður eru líklegri til að refsa sonum sínum og mæður líklegri til að refsa dætrum. nordicphotos/getty Images Líkamlegum refsingum barna var marktækt minna beitt hér á landi eftir 1980 samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi. Fjallað var um rannsóknina sem gerð var af Geir Gunnlaugssyni landlækni og Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða reynslu fullorðinna Íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif á mat og uppeldi. Alls tóku 977 einstaklingar eldri en 18 ára þátt í rannsókninni, af 1500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, reynslu af fimm tilteknum formum líkamlegra refsinga og umfang þeirra. Af 968 svarendum mátu 810 að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls sögðu 465 þátttakendur frá bernskureynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algengastar. Næstalgengasta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og hristingar. Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu oftar reynslu af kinnhesti. Alls 27 svarendur sögðu frá öðrum formum líkamlegra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsingar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápuþveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum, til dæmis herðatré, skóflu eða belti. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum, móðir hjá 142, bæði faðir og móðir hjá 106 og aðrir fullorðnir forsjáraðilar hjá 31. Feður voru samkvæmt rannsókninni líklegri til að hafa beitt syni sína líkamlegum refsingum en dætur og mæður refsuðu dætrum sínum oftar en sonum. Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín en mæður. Mæður refsuðu oftar en feður með því að gefa kinnhest og slá á fingur. Ekki var marktækur munur samkvæmt rannsókninni á því hvort foreldri hristi börn sín oftar. Þeim sem var refsað oft töldu frekar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafa verið slæmt eða ásættanlegt borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Líkamlegum refsingum barna var marktækt minna beitt hér á landi eftir 1980 samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi. Fjallað var um rannsóknina sem gerð var af Geir Gunnlaugssyni landlækni og Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða reynslu fullorðinna Íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif á mat og uppeldi. Alls tóku 977 einstaklingar eldri en 18 ára þátt í rannsókninni, af 1500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, reynslu af fimm tilteknum formum líkamlegra refsinga og umfang þeirra. Af 968 svarendum mátu 810 að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls sögðu 465 þátttakendur frá bernskureynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algengastar. Næstalgengasta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og hristingar. Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu oftar reynslu af kinnhesti. Alls 27 svarendur sögðu frá öðrum formum líkamlegra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsingar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápuþveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum, til dæmis herðatré, skóflu eða belti. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum, móðir hjá 142, bæði faðir og móðir hjá 106 og aðrir fullorðnir forsjáraðilar hjá 31. Feður voru samkvæmt rannsókninni líklegri til að hafa beitt syni sína líkamlegum refsingum en dætur og mæður refsuðu dætrum sínum oftar en sonum. Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín en mæður. Mæður refsuðu oftar en feður með því að gefa kinnhest og slá á fingur. Ekki var marktækur munur samkvæmt rannsókninni á því hvort foreldri hristi börn sín oftar. Þeim sem var refsað oft töldu frekar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafa verið slæmt eða ásættanlegt borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira