Algengt að húsbílar valdi slysum vegna hvassviðris 26. maí 2013 13:08 Nokkuð algengt er að ökumenn missi stjórn á ökutækjum sínum vegna hvassviðris. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir það vera nauðsynlegt fyrir vegfarendur að kynna sér aðstæður á vegum áður en haldið er af stað, þá sérstaklega þegar um húsbíla er að ræða. Síðastliðinn laugardag lentu húsbíll og rúta saman við Látravík. Afar hvasst var á svæðinu þegar slysið átti sér stað og er talið að húsbíllinn hafi fokið í veg fyrir rútuna. Ökumaður og farþegi húsbílsins slösuðust nokkuð en allir fimmtán farþegar rútunnar sluppu ómeiddir. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir slys sem þessi vera nokkuð algeng. Hann ítrekar að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um færð á vegum. „Við erum vön að heyra fréttir af því að vegir séu ófærir vegna snjóa og ísa en ég held að við þurfum að stilla okkur inn á það að vegir geta líka verið ófærir vegna vinda. Og það er mjög mikilvægt að vegfarendur fylgist með upplýsingum þetta.“ Upplýsingar um búnað og skipulagningu fyrir ferðalagið, með sérstakri áherslu á húsbíla og aftanívagna, má finna á vef Umferðarstofu. Einar Magnús bendir einnig á Vegsjá Vegagerðarinnar. Þar má fylgjast með færð á vegum, þar á meðal vindhviðum, í rauntíma. Þá ættu allir ökumenn, sama hvort þeir hyggja á ferð innanbæjar sem utanbæjar, að þekkja helstu staði þar sem vindstrengir eru snarpir. Þetta eru meðal annars Kjalarnesið, Snæfellsnesið og undir Eyjafjöllum. „Þetta er töluvert algengt að það verði slys af völdum þess að ökumenn missi stjórn á ökutækjum sínum vegna hvassviðris. Strax og vindur er orðinn meiri en fimmtán metrar á sekúndu þá þurfa menn að fara að huga að þessu og sérstaklega á þetta við um smærri bíla sem eru með eftirvagna, hjólhýsi og húsbíla. Þá þurfa menn að gæta mikillar varúðar og huga vel að aðstæður þegar vindur er meri en fimmtán metrar á sekúndu.“ Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Nokkuð algengt er að ökumenn missi stjórn á ökutækjum sínum vegna hvassviðris. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir það vera nauðsynlegt fyrir vegfarendur að kynna sér aðstæður á vegum áður en haldið er af stað, þá sérstaklega þegar um húsbíla er að ræða. Síðastliðinn laugardag lentu húsbíll og rúta saman við Látravík. Afar hvasst var á svæðinu þegar slysið átti sér stað og er talið að húsbíllinn hafi fokið í veg fyrir rútuna. Ökumaður og farþegi húsbílsins slösuðust nokkuð en allir fimmtán farþegar rútunnar sluppu ómeiddir. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir slys sem þessi vera nokkuð algeng. Hann ítrekar að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um færð á vegum. „Við erum vön að heyra fréttir af því að vegir séu ófærir vegna snjóa og ísa en ég held að við þurfum að stilla okkur inn á það að vegir geta líka verið ófærir vegna vinda. Og það er mjög mikilvægt að vegfarendur fylgist með upplýsingum þetta.“ Upplýsingar um búnað og skipulagningu fyrir ferðalagið, með sérstakri áherslu á húsbíla og aftanívagna, má finna á vef Umferðarstofu. Einar Magnús bendir einnig á Vegsjá Vegagerðarinnar. Þar má fylgjast með færð á vegum, þar á meðal vindhviðum, í rauntíma. Þá ættu allir ökumenn, sama hvort þeir hyggja á ferð innanbæjar sem utanbæjar, að þekkja helstu staði þar sem vindstrengir eru snarpir. Þetta eru meðal annars Kjalarnesið, Snæfellsnesið og undir Eyjafjöllum. „Þetta er töluvert algengt að það verði slys af völdum þess að ökumenn missi stjórn á ökutækjum sínum vegna hvassviðris. Strax og vindur er orðinn meiri en fimmtán metrar á sekúndu þá þurfa menn að fara að huga að þessu og sérstaklega á þetta við um smærri bíla sem eru með eftirvagna, hjólhýsi og húsbíla. Þá þurfa menn að gæta mikillar varúðar og huga vel að aðstæður þegar vindur er meri en fimmtán metrar á sekúndu.“
Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira