Innlent

Gæti lækkað grunnvatnið í Kaldárbotnum

Girðing um lindirnar í Kaldárbotnum varnar því ekki að grunnvatnið lækki vegna aukinnar vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum.
Fréttablaðið/Vilhelm
Girðing um lindirnar í Kaldárbotnum varnar því ekki að grunnvatnið lækki vegna aukinnar vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum. Fréttablaðið/Vilhelm

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði segjast ekki með nokkru móti geta fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns úr svonefndum Bláfjallastraumi í Vatnsendakrikum.

„Nú þegar liggja sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum,“ segir í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þar sem rakið er að bærinn hafi nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár.

„Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og 27.000 íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði,“ segir umhverfisráðið.

Orkustofnun segir að auk þess sem grunnvatnsstaðan í Kaldárbotnum geti lækkað gæti rennsli Kaldár minnkað svo mikið að áin hreinlega þornaði upp. Áður en lengra sé haldið þurfi Skipulagsstofnun að skera úr um hvort setja þurfi vinnsluna í umhverfismat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×