Innlent

Bílatryggingar í ólesti

Ef menn lenda í umferðaróhöppum eða slysum á ótryggðum bílum, getur það rústað efnahag þeirra.
Ef menn lenda í umferðaróhöppum eða slysum á ótryggðum bílum, getur það rústað efnahag þeirra.

Lögreglan á Selfossi tók skráninganúmer af sex bílum í bænum í nótt, þar sem tryggingar þeirra voru útrunnar.

Að sögn lögreglu getur það rústað efnahag viðkomandi, ef þeir lenda í umferðaróhöppum eða slysum á ótryggðum bílum, því þá fellur öll skaðabótaskyldan beint á þá. Töluvert var um það að fólk hefði ekki efni á að endurnýja tryggingarnar fyrst eftir hrun, en dregið hefur úr því undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×