Fleiri fréttir

Taldi manninn látinn

Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn.

Líðan fólksins „eftir atvikum"

Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild Landspítalans er líðan fólksins sem lenti í bílslysi skammt vestan Grundarfjarðar í dag „eftir atvikum."

Segist engu kvíða

Eyþór Ingi Gunnlaugsson segist engu kvíða fyrir stóru stundina í kvöld en hann verður númer nítján í röðinni á sviðinu í Malmö í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Vonar að hlutur kvenna aukist

Sara Nassim, kvikmyndagerðarkona á Íslandi, komst nýlega inn í meistaranám í framleiðsludeild American Film Institute í Los Angeles.

Reið kona réðist á lögreglumenn í Kópavogi

Kona veittist að lögreglumönnum á lögreglustöðinni í Kópavogi seint í gærkvöldi, en lögreglumenn höfðu skömmu áður haft afskipti af dóttir konunnar vegna umferðarlagabrots.

Engin orka er eyrnamerkt ákveðnum verkefnum

Orka sem ekki nýtist í fyrir fram ákveðin verkefni, eins og Straumsvík, verður seld hæstbjóðanda. Ekki er hægt að ráðstafa henni fyrir fram í önnur verkefni. Enn er ósamið um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Kirkjan vill halda fimmtudagsfrídögum

Samtök atvinnulífsins vilja að frídagar sem lenda í miðri viku verði færðir að helgum eða lagðir niður gegn því að orlofsdögum fjölgi. Einn þessara daga er uppstigningardagur en fulltrúar þjóðkirkjunnar leggjast gegn tilfærslunni.

Mikil uppbygging í vændum á Grænlandi

Svend Hardenberg, stofnandi Greenland Invest, segir Íslendinga geta notið góðs af mikilli uppbyggingu sem fyrirsjáanleg sé á Grænlandi á næstu áratugum. Hann segir efnahagslegt sjálfstæði markmið Grænlendinga með auðlindanýtingu sinni.

Mikill vöxtur í sölu farsíma

Sala á farsímum jókst um tæp 70 prósent, eða 68,7 prósent, í apríl miðað við sama tíma á síðasta ári og sala á tölvum um 40,9 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Fjarstýrt gasgrill og sjálfvirkt vélmenni

Hvalarannsóknarbauja, álagsgreining fyrir loftfimleika, sjálfvirkt iðnvélmenni í fullu fjöri, teslaspóla sem spilar tónlist, jeppakerra með krana og rafdrifið gasgrill sem hægt er að færa með fjarstýringu eftir hentisemi voru meðal þess sem nemendur á tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynntu á uppskeruhátíð sem haldin var hátíðleg í gær.

Lést í vélhjólaslysi

Maðurinn sem fórst í vélhjólaslysi á Akranesi í gær hét Bergur Júlíusson. Hann var 51 árs og búsettur í Reykjavík.

Tíu manna leitað - börn urðu vitni að árásinni

Lögreglan leitar nú manna sem grunaðir eru um hrottalega líkamsárás í Seljahverfinu síðdegis í dag. Vitni að árásinni segja að allt að tíu manna hópur hafi ráðist á einn mann og lamið hann, meðal annars með hafnaboltakylfu sem fannst á vettvangi.

"Þó þetta líti eðlilega út þá er þetta heilmikið mál"

Það getur tekið allt upp undir ár fyrir konur sem kjósa að láta byggja upp ný brjóst eftir að hafa gengist undir brjóstnám í forvarnarskyni, segir lýtalæknir. Ferlið sé oft og tíðum langt og strangt og ýmislegt getur komið upp á. Frá 2007 hafa tvær til fimm konur á ári gengist undir slíkar aðgerðir.

Fólskuleg líkamsárás í Breiðholti

Hópur manna réðist á karlmann í Seljahverfi í Breiðholti síðdegis í dag og veittu honum alvarlega áverka. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Þegar lögreglan kom á vettvang lá maðurinn í blóði sínu í götunni og árásarmennirnir á bak og burt. Samkvæmt fréttavef Ríkisútvarpsins hefur enginn verið handtekinn en lögreglan telur sig vita hverjir árásarmennirnir eru.

Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og mun gegna því embætti allt kjörtímabilið, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ríkisstjórnarsamstarfið verður að öllum líkindum kynnt á þriðjudag.

Reyna að koma í veg fyrir dauða milljón barna

Barnaheill - Save the Children hafa ráðist í samstarf við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline (GSK) með það að markmiði að koma í veg fyrir dauða milljón barna undir fimm ára aldri á næstu fimm árum. Aðgengi að tveimur tegundum barnalyfja verður aukið til að ráðast gegn nýbura- og ungbarnadauða. Sérfræðiþekking beggja aðila á mismunandi sviðum verður grunnurinn að verkefninu sem hófst formlega 10. maí, fyrst í Kongó og Kenýu. Reynslan þar verður nýtt til að setja af stað sambærileg verkefni í fleiri löndum í suðurhluta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

Rúmenskur skartgripaþjófur áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir meintum stórglæpamanni sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok mars. Maðurinn kom ásamt tveimur félögum sínum til landsins skömmu fyrir páska en það vakti athygli tollvarða að mennirnir voru með sérstakan segul á sér sem er oft notaður til þess að gera þjófavarnir í verslunum óvirkar.

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Eskifirði um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni, sem er grunaður um morð á Egilsstöðum í síðustu viku, um fjórar vikur.

Mikill verðmunur á smokkum og lúsasjampói

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, mánudaginn 13. maí. Meðal þess sem var skoðað voru vörur eins og bossakrem, sólarvörn, fæðubótarefni, smokkar og lúsarsjampó.

Sinna 47 þúsund manna byggð

Ný lögreglustöð opnaði að Vínlandsleið í Grafarholti, þar sem lyfjafyrirtækið Rorsch var áður. Blásið var til veislu í tilefni opnunarinnar og var helstu samstarfsaðilum lögreglunnar boðið að vera viðstaddir. "Það var opið hús fyrir starfsmenn embættisins. Hingað komu líka prestar og fleiri sem við eigum í miklu samstarfi við,“ segir Árni Þór Sigmundsson stöðvarstjóri.

Mátti ekki hafna því að selja áfenga koffíndrykki

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða fyrirtækinu Vín Tríó ehf., tvær og hálfa milljónir króna í skaðabætur eftir ÁTVR hafnaði að selja áfengan drykk á vegum fyrirtækisins á þeim forsendum að í honum væri koffín.

Ætla að róa frá Noregi til Íslands

Hópur Íslendinga hefur ákveðið að róa frá Kristiansand í Noregi til Íslands á bátnum Auði. Þeir stefna á að vera mánuð á leiðinni og vera komnir hingað þann 17. júní næstkomandi.

Farið fram á fjórar vikur yfir meintum morðingja

Lögreglan á Eskifirði, sem annast rannsókn á andláti karlmanns sem fannst látin í íbúð sinni á Egilsstöðum í síðustu viku, fór fram á að gæsluvarðhaldi yfir meintum banamanni hans yrði framlengt um fjórar viku.

Sannfærður um að fylgið verði námundað

"Málið virðist vera reist á misskilningi,“ segir Þorvaldur Gylfason en Lýðræðisvaktin hlaut í síðustu kosningum 2,46 prósent atkvæða samkvæmt tölum frá kjörstjórn en þurfti, samkvæmt lögunum, að ná 2,5 prósentum til að hljóta styrk upp á 29 milljónir króna.

Eftirlit hert í Vesturbænum

Eftirlit lögreglu hefur verið hert í Vesturbænum og öðrum hverfum eftir að karlmaður tók tæplega ellefu ára stúlku upp í bíl og braut á henni kynferðislega í vikunni. Foreldrafélög allra skóla á svæðinu brýna fyrir foreldrum að fræða börnin sín um hvernig bregðast eigi við svona atvikum.

Vill vera vinur Eiðs

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr tekur skrif málfarsbloggarans Eiðs Guðnasonar um meintan fíflaskap ekki nærri sér.

Sumarlokanir í miðbænum samþykktar

Tillaga Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, um að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að loka Skólavörðustíg og Laugaveg tímabundið í sumar, var samþykkt á fundi borgarráðs í gær.

Hjálmar vill skýringar á mengunarslysi

Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, óskaði eftir greinagerð frá bæjarstjóra vegna olíuflutninga með þyrlu á vatnsendasvæði nærri Bláfjöllum í síðustu viku.

Banaslys í umferðinni á Akranesi

Banaslys varð í umferðinni á Akranesi í gærdag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um kl 15:30 í gæri missti ökumaður bifhjóls stjórn á hjóli sínu er hann ók austur Faxabraut á Akranesi. Hafnaði hjólið á grjótgarði með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist yfir grjótgarðinn og niður í fjöru á Langasandi. Hann var fluttur á slysadeild SHA og síðan áfram á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést síðar um daginn.

Sjómaður hætt kominn

Í óefni stefndi, þegar vél bilaði i litlum fiskibáti þegar hann var staddur aðeins eina sjómílu norðvestur af Rit, í mynni Ísafjarðardjúps í gærdag.

Pyntinganefnd gagnrýnir aðgerðaleysi í fangelsismálum

Pyntinganefnd Evrópuráðs segir í óútgefinni skýrslu að ekki hafi verið unnið vel úr athugasemdum varðandi endurbætur á fangelsum. Fangelsismálastjóri skilur gagnrýnina og segir sum fangelsanna ekki mannsæmandi.

Helmingi minni aukning hjá ÍSAL

Álverið í Straumsvík þarf ekki nema hluta orkunnar sem samið var um við Landsvirkjun. Framleiðslugeta fyrirtækisins verður aðeins aukin um innan við helming þess sem áætlað var. Fyrirtækið mun reyna að leysa málið með Landsvirkjun.

Háskólaumhverfið er byggt á 300 ára gömlu módeli

„Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild HÍ, í samtali við Fréttablaðið.

Kvennaathvarfið verðlaunað

"Það sem stendur upp úr er gleði og þakklæti,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Samtökin fengu afhent Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í gær við hátíðlega athöfn í Höfða á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. "Það er frábær tilfinning að upplifa að borgaryfirvöld horfi á þennan málaflokk og standi við bakið á þeim grundvallarmannréttindum sem eru að búa við öruggt heimili,“ segir Sigþrúður.

Sjá næstu 50 fréttir