Fleiri fréttir

40 útlendingar læra flug hér

Hátt í fjörutíu erlendir flugnemar munu leggja stund á verklegt nám í Flugskóla Íslands í ár. Fjöldinn var svipaður á síðasta ári, en eftir fall íslensku krónunnar hefur aðsókn í námið erlendis frá aukist jafnt og þétt.

Engin laxaseiði í bæjarlækinn

Ekkert verður af því að laxa-, urriða- og silungaseiðum verði sleppt í Kópavogslæk og Kópavogstjörn eins og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði til.

Fundu tundurdufl í Hvalfirði

Við sameiginlegar æfingar Landhelgisgæslunnar og flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði á dögunum fannst breskt tundurdufl á hafsbotni. Það var belgíska skipið BNS Bellis sem fann duflið á 33 metra dýpi og tilheyrði það kafbátagirðingu sem lögð var seinni heimsstyrjöldinni.

Sjáðu Eyþór Inga syngja í kvöld

Ísland komst áfram upp úr síðari undanúrslitariðlinum í Eurovision í kvöld. Eyþór Ingi söng lagið Ég á líf með glæsibrag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá flutning Eyþórs Inga frá því fyrr í kvöld.

Gerðu hlé á Englum Alheimsins til þess að horfa á Eyþór Inga í beinni

Áhorfendur á leiksýningunni Englum Alheimsins í Þjóðleikhúsinu í kvöld misstu ekki af Eyþóri Inga syngja í Eurovision í kvöld. Því þegar Eyþór Ingi steig á svið var gert stutt hlé á sýningunni og horfðu leikararnir og gestirnir á flutning Eyþórs Inga í beinni útsendingu.

Börnin áhugasöm um slökun og svefn

Efri bekkjum Rimaskóla er kennt að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Uppskeruhátíð lífsstílshópa var í gær. Umsjónarmenn námskeiðsins eru hæstánægðir með árangurinn og telja hann mikilvægan lið í því að stuðla að almennu heilbrigði á Íslandi.

Ísland komst áfram

Það er ljóst að mörg Eurovision-partý verða víða um land á laugardagskvöldið því okkar maður Eyþór Ingi Gunnlaugsson komst upp úr seinni undanúrslitariðlinum í Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Engin óvissa með orkusamning Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan

Útilokað er að sú orka sem situr eftir við breytta áætlun Alcan um aukna framleiðslugetu renni til Helguvíkar eða annarra verkefna. Forstjóri Alcan segir orkusölusamning við Landsvirkjun enn í gildi og að fyrirtækin muni brátt setjast niður til að ræða næstu skref.

Var líklega undir áhrifum fíkniefna

Líklegt þykir að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um kynferðisbrot gegn 10 ára stúlku, hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar meint brot átti sér stað. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldisbrota. Við skýrslutöku bar sakborningurinn við minnisleysi.

Vill að ríkið geri betur við hönnuði

Verslunin ATMO á Laugavegi hefur lagt upp laupana eftir aðeins sex mánuði í rekstri. ATMO var staðsett í gamla Sautján-húsinu að Laugavegi 91 og var tilgangur búðarinnar var að auka aðgengi og sölu á íslenskri hönnun. Þeir sem seldu hönnun sína hjá versluninni munu sækja vörurnar um helgina.

Tveir nýir sviðsforsetar ráðnir

Gengið var frá ráðningu tveggja nýrra sviðsforseta við Háskóla Íslands í dag. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í menntunarfræðum ungra barna, hefur verið ráðin forseti Menntavísindasviðs. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forstöðumaður þróunar- og samstarfsverkefna við Háskóla Íslands, var ráðinn í starf forseta Félagsvísindasviðs.

Maðurinn ber við minnisleysi

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa rænt 10 ára stúlku í Vesturbæ Reykjavíkur og beitt hana kynferðislegu ofbeldi, ber við minnisleysi um atburðina.

Vilhjálmur fær að leiða sextán vitni fyrir dóm

Vilhjálmur Bjarnason fær að leiða sextán vitni fyrir dóm vegna máls sem hann íhugar að höfða vegna hruns Landsbankans. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem kvað upp dóm sinn í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu Vilhjálms.

Vilja æfingaaðstöðu í Kópavogi

Síðustu helgi var haldið Íslandsmeistaramót í ólympískum hnefaleikum í Mjölniskastalanum.Þar tókust á fjölmargir hnefaleikakappar í helstu þyngdarflokkum. Jafet Örn Þorsteinsson sigraði í veltivigt og var hann einnig valinn hnefaleikamaður keppninnar. Jafet Örn æfir með Hnefaleikafélagi Kópavogs sem var stofnað fyrr á þessu ári og hefur æfingaaðstöðu í Árbænum. Félagið er þessa dagana að leita að hentugu húsnæði í Kópavogi.

Hverfisgata verði búlevarður

Flestir fundargesta voru þó ánægðir á samráðsfundi í Tjarnarbíói í gær. Hópur verslunareigenda lét þó í ljós óánægju sína.

Eldur kom upp í þjónustuíbúðum öryrkja

Eldur kom upp á þriðju hæð í fjölbýlishúsi að Sléttuvegi 7 um hádegi í dag. Húsnæðið hýsir þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Fjöldi íbúða fyrir sjúklinga og eldri borgara eru í nágrenninu.

Skálabergið komið til hafnar

Dráttarbáturinn Magni tók á móti Skálaberginu, nýju skipi útgerðarfélagsins Brims, á Ytri höfninni í Reykjavík rétt fyrir hádegi í dag og fylgdi því að Miðbakkanum með tilheyrandi vatnsúða.

Fólk þarf að ná nægum svefni

FerðaþjónustaÍ dreifibréfi til fyrirtækja í ferðaþjónustu segist Vinnueftirlitið að gefnu tilefni vekja athygli á gildandi vinnutímaákvæðum.

Foreldrar bregðast við tíðindum af broti gegn litlu stelpunni

Foreldrar barna í Vesturbæ ætla að óska eftir meiri sýnileika lögreglunnar þegar skóla lýkur. Þetta kemur fram í bréfi sem forystumenn foreldrafélaga skóla í Vesturbæ sendu foreldrum í morgun. „Hvatt er til aukinnar vitundar, fræðslu og þátttöku um hverfagæslu í Vesturbæ,“ segir í bréfinu. Tilefnið er fréttir af manni sem braut gegn ungri stúlku í Vesturbæ í fyrradag. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær.

Listahátíð verður sett með látum

Listahátíð í Reykjavík verður sett í 27. skipti á föstudaginn. Af nógu verður að taka, en Steinunn Þórhallsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar, segir að borgin muni iða af fjölbreyttum listviðburðum næstu vikur þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Einsdæmi í íslenskri réttarsögu

"Ákæra verður á engan hátt kennt um að málið hafi komið þrisvar sinnum til meðferðar í héraði og er því sanngjarnt að dæma hann til að greiða þriðjung málsvarnarlaunanna, en að öðru leyti skulu þau greidd úr ríkissjóði."

Efnahagsstefna Íslendinga bjargaði mannslífum

Sú efnahagsstefna sem rekin var á Íslandi eftir bankahrun kann að hafa bjargað mannslífum, eftir því sem fram kemur í grein sem birtist á vef Guardian í gær. Þar er fjallað um ólík viðbrögð vestrænna ríkja við efnahagskreppunni sem skall á árin 2007 og 2008.

Björgunarsveitamönnum þakkað fyrir starf sitt

Fjórar björgunarsveitir og Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík fengu afhenta styrki frá Já, sem gefur út Símaskrána, í tilefni af útgáfu hennar. Björgunarsveitamenn prýða forsíðu símaskrárinnar að þessu sinni.

Mannskaðaveður í Texas

Að minnsta kosti sex létust og fjöldi manna eru slasaðir eftir að þrír fellibylir gengu yfir Texas í gær.

Þeir moka upp karfanum

Tólf íslenskir togarar eru að veiðum og annar eins fjöldi frá Rússlandi, Noregi, Færeyjum og Spáni.

Helguvík gæti fengið orku frá Búðarhálsi

Verði tafir á framleiðsluaukningu í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík um einhvern tíma mun orkan úr Búðarhálsvirkjun geta nýst í önnur verkefni. Það gæti leyst úr orkuþörf álvers Norðuráls í Helguvík. Fregnir bárust af því í apríl að Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, væri að endurskoða fjárhagsáætlun og tímaramma þriggja stækkunarverkefna, þar á meðal í Straumsvík. Wall Street Journal sagði það hluta af stefnu nýs forstjóra, Sams Walsh, um að draga úr kostnaði og einblína frekar á námastarfsemi, sem væri arðbærasti hluti starfseminnar.

Sjö þúsund Íslendingar bera í sér banvænt krabbameinsgen

Bera í sér stökkbreytt krabbameinsgen sem auka líkur á sjúkdómnum um 80 prósent. Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur þessar upplýsingar dulkóðaðar en getur ekki gert fólkinu viðvart sökum persónuverndarsjónarmiða og laga.

Skipting ráðuneyta eftir en málefnin frá

Málefnavinnu er að mestu lokið í viðræðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Síðustu tvo daga hafa þeir farið yfir reynsluna af sameiningu ráðuneyta. Heimildir Fréttablaðsins herma að ráðherrum verði fjölgað um tvo og verkefnum ráðuneyta skipt upp á ný.

Fyrstur Íslendinga upp norðurhlið Everest

"Mér finnst frábært að Leifur sé að prófa þessa leið. Ástæður þess að ég valdi suðausturleiðina á sínum tíma eru þær að ég hef alltaf haft áhuga á menningu Nepals, á sjerpum, og svo fannst mér sú leið hreinlega meira heillandi. Norðurhliðin er meiri háslétta, flatari og hrjóstrug. Á suðausturleiðinni eru djúpir dalir og meira ísklifur, en þar er ég á heimavelli,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, en í dag eru ellefu ár liðin síðan hann stóð á tindi hæsta fjalls heims, Everest.

Þurfti að loka fyrir rafmagnið

Rétt náðist að bræða síðasta kolmunnatonnið á Vopnafirði áður en verksmiðja HB Granda á staðnum var svipt orku til bræðslunnar. „Við höfum keyrt fiskimjölsverksmiðjuna á svokallaðri ótryggri raforku en aldrei lent í teljandi vandræðum fyrr en nú. Við fengum að halda rafmagninu fram yfir hádegi síðastliðinn mánudag og það munaði ekki miklu að við næðum að bræða síðasta kolmunnaaflann um svipað leyti,“ segir Sveinbjörn Sigmundsson, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði, í frétt á vef fyrirtækisins.

Konur í fjölmiðlum næsta verk

Aukinn hlutur kvenna í fjölmiðlum er nýtt átaksverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA). Þetta var kynnt á aðalfundi félagsins í fyrradag, en tímarammi átaksins er til ársins 2017. Verkefninu er ætlað að auka hlut kvenna í fjölmiðlum þannig að konur verði sem sýnilegastar í fréttum og þjóðfélagsumræðu. Á þann hátt stuðlar félagið að því að mannauður sé nýttur sem best og þekking kvenna jafnt sem karla njóti sín í allri umræðu.

Verið að gera klárt fyrir veiðar

Hvalur 9, skip Hvals hf., er nú í slipp í Reykjavík þar sem verið er að gera hann kláran á veiðar sem ráðgerðar eru í sumar eftir tveggja ára hlé. Systurskipið Hvalur 8 mun einnig halda til veiða í júníbyrjun. Kvótinn sem Hvalur hf. hefur til að vinna með eru 154 langreyðar auk 26 dýra sem leyfilegt er að veiða sem eftirhreytur frá síðustu vertíð.

Engin ákvörðun um ákæru

Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákært verður í máli Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar sem grunaðir eru um að hafa valdið dauða fanga á Litla-Hrauni sem lést í klefa sínum þann 17. maí 2012. Lögreglan á Selfossi sendi málið til Ríkissaksóknara þann 18. apríl síðastliðinn eftir eina umfangsmestu sakamálarannsókn síðustu ára. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir málið vera í vinnslu hjá embættinu.

Vildu ekki lána fyrir sjötta árinu

Umboðsmaður Alþingis telur LÍN hafi ekki hafa farið að lögum þegar stofnunin synjaði konu um námslán, sjötta árið hennar til BA-náms. Synjunin var byggð á því að hún hafi verið búin að fá lán í sex ár til grunnnáms. Henni hafi þegar verið veitt undanþága fyrir fimmta árinu og engin heimild væri til að veita frekari undanþágur. Synjunin leiddi til þess að hún neyddist til að hverfa frá námi en hún átti eftir eina önn til þess að ljúka gráðu.

No Homo og World Not Ours unnu til verðlauna

No Homo í leikstjórn Guðna Líndal Benediktssonar var valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival fyrr í kvöld. Átta íslenskar stuttmyndir kepptu um verðlaunin sem voru GoPro HD Hero myndavél frá GoIce. Þriggja manna dómnefnd valdi

Nærmynd af Eyþóri Inga

Hann ætlaði alltaf að verða leikari, er sagður einlægur og fyndinn og mun annað kvöld keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. Að auki er hann besta Ladda eftirherma landsins og foreldrarnir eru handvissir um að hann muni standa sig frábærlega á stóra sviðinu í Malmö.

Sjá næstu 50 fréttir