Innlent

Banaslys í umferðinni á Akranesi

Banaslys varð í umferðinni á Akranesi í gærdag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um kl 15:30 í gæri missti ökumaður bifhjóls stjórn á hjóli sínu er hann ók austur Faxabraut á Akranesi.  Hafnaði hjólið á grjótgarði með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist yfir grjótgarðinn og niður í fjöru á Langasandi.  Hann var fluttur á slysadeild SHA og síðan áfram á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést síðar um daginn.

Vitni voru að slysinu og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×