Alþjóðadagur gegn hómó – og transfóbíu er í dag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2013 16:48 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, og Katrín Jakobsdóttir flögguðu regnbogaflaggi við Hörpu í dag. MYND/Samtökin 78 Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira