Háskólaumhverfið er byggt á 300 ára gömlu módeli Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. maí 2013 07:00 Arndís guðmundsdóttir „Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild HÍ, í samtali við Fréttablaðið. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn um umhverfi háskóla almennt. „Hann vakti athygli á siðferði þess að mennta fólk sem við vitum að fær ekki vinnu, þá sérstaklega innan akademíunnar.“ Mark Taylor varar jafnframt við því að háskólar, eins og þeir eru uppbyggðir í dag, framleiði fræðimenn sem enginn markaður sé fyrir. Hann segir háskólasamfélagið í dag, sérstaklega hvað varðar framhaldsmenntun, einkennast af því að prófessorar sem hafi þröngt áhugasvið hvetji nemendur sína til að rannsaka þröng svið fræðigreina í námi sínu, svið sem þeir sjálfir hafi áhuga á. Þannig verði nemendur klón af kennurum sínum; meira og meira efni er gefið út, en sértæk viðfangsefni hafa orðið til þess að þessar útgáfur leiða sjaldan eitthvað nýtt í ljós. „Módelið fyrir háskólaumhverfi eins og við þekkjum það er yfir 300 ára gamalt. Það er ljóst að breytinga er þörf en það er eins og háskólarnir, og starfsfólk þeirra, vilji ríghalda í óbreytt ástand,“ sagði Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sé nauðsynlegt skref í átt að þessum breytingum að taka beinlínis fyrir allar fastráðningar prófessora, breyta þeim í sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum loknum,“ bætir hann við. Taylor bendir enn fremur á að í Bandaríkjunum sé námið orðið alltof dýrt, sérstaklega í því umhverfi sem nú er, þegar erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu við sitt hæfi. „Námslán í Bandaríkjunum eru orðin hærri í heildina en öll kreditkortaskuld Bandaríkjamanna.“ Taylor talar um sex skref sem séu mikilvæg fyrir háskólasamfélagið að taka til að bæta úr þessari stöðu. Meðal annars vill hann nota internetið og tækni á framsæknari hátt, og koma þannig á samstarfi á milli skóla um allan heim. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild HÍ, í samtali við Fréttablaðið. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn um umhverfi háskóla almennt. „Hann vakti athygli á siðferði þess að mennta fólk sem við vitum að fær ekki vinnu, þá sérstaklega innan akademíunnar.“ Mark Taylor varar jafnframt við því að háskólar, eins og þeir eru uppbyggðir í dag, framleiði fræðimenn sem enginn markaður sé fyrir. Hann segir háskólasamfélagið í dag, sérstaklega hvað varðar framhaldsmenntun, einkennast af því að prófessorar sem hafi þröngt áhugasvið hvetji nemendur sína til að rannsaka þröng svið fræðigreina í námi sínu, svið sem þeir sjálfir hafi áhuga á. Þannig verði nemendur klón af kennurum sínum; meira og meira efni er gefið út, en sértæk viðfangsefni hafa orðið til þess að þessar útgáfur leiða sjaldan eitthvað nýtt í ljós. „Módelið fyrir háskólaumhverfi eins og við þekkjum það er yfir 300 ára gamalt. Það er ljóst að breytinga er þörf en það er eins og háskólarnir, og starfsfólk þeirra, vilji ríghalda í óbreytt ástand,“ sagði Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sé nauðsynlegt skref í átt að þessum breytingum að taka beinlínis fyrir allar fastráðningar prófessora, breyta þeim í sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum loknum,“ bætir hann við. Taylor bendir enn fremur á að í Bandaríkjunum sé námið orðið alltof dýrt, sérstaklega í því umhverfi sem nú er, þegar erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu við sitt hæfi. „Námslán í Bandaríkjunum eru orðin hærri í heildina en öll kreditkortaskuld Bandaríkjamanna.“ Taylor talar um sex skref sem séu mikilvæg fyrir háskólasamfélagið að taka til að bæta úr þessari stöðu. Meðal annars vill hann nota internetið og tækni á framsæknari hátt, og koma þannig á samstarfi á milli skóla um allan heim.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira