Innlent

Sumarlokanir í miðbænum samþykktar

Vísir/HAG

Tillaga Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, um að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að  loka Skólavörðustíg og Laugaveg tímabundið í sumar, var samþykkt á fundi borgarráðs í gær.

Lokunin hefur verið gagnrýnd nokkuð harðlega af Samtökum kaupmanna og fasteignaeiganda við Laugaveg og fleiri.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun vegna samþykktarinnar og gagnrýndu að loka ætti götununum á sama tíma og miklar framkvæmdir yrðu á Hverfisgötu, Klapparstíg og Frakkastíg, en þeim götum verður lokað á sama tíma.

Svo segir í lok bókunarinnar: „Við ítrekum mikilvægi þess að samráð við þá verði viðvarandi, einnig á meðan lokunum stendur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×