Innlent

Pyntinganefnd gagnrýnir aðgerðaleysi í fangelsismálum

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Páll Winkel
Páll Winkel

Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu gerir alvarlegar athugasemdir við stöðu fangelsismála hér á landi. Nefndin kom hingað til lands í september í fyrra og heimsótti meðal annars Litla-Hraun, fangelsið á Akureyri, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fleiri fangelsi, auk réttargeðdeilda.

Nefndin gerir, í óbirtri skýrslu, alvarlegar athugasemdir um að endurbótum á aðstöðu fanga hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Skýrslan er unnin eftir heimsókn hennar til landsins og þar segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið við fyrirheit um úrbætur vegna athugasemda nefndarinnar eftir síðustu heimsókn nefndarinnar árið 2004. Gagnrýni nefndarinnar snýr meðal annars að húsakosti fangelsa, aðbúnaði gæsluvarðhaldsfanga og aðgengi fanga að heilbrigðisþjónustu.

Einnig setur nefndin út á að ekki séu heildarlög um geðheilbrigðisþjónustu sem taki til geðsjúkra fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×