Innlent

Rúta og húsbíll í árekstri við Grundarfjörð - fólk flutt með sjúkrabílum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ekki er enn vitað nákvæmlega hver tildrög slyssins voru
Ekki er enn vitað nákvæmlega hver tildrög slyssins voru Mynd/ Úr safni

Rúta og húsbíll skullu saman við Grundarfjörð með þeim afleiðingum að flytja þurfti einn eða tvo farþega rútunnar burt með sjúkrabíl. Vettvangur slyssins lítur illa út.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Stykkishólmi eru einn eða tveir farþeganna úr rútunni sem lenti í árekstri við húsbíl á leiðinni á Landspítalann í sjúkrabíl. Hinir farþegarnir eru að sögn ekki alvarlega slasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Grundarfirði þar sem Rauði krossinn mun veita þeim aðhlynningu. Allir farþegar rútunnar eru erlendir ferðamenn samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis.

Veður er slæmt á svæðinu en mjög hvasst var og rigning þar sem slysið átti sér stað. Talið er að húsbíllinn, sem var á leið í austurátt, hafi fokið inn á vegarhelming rútunnar og bílarnir hafi skollið saman með fyrrgreindum afleiðingum.

Þyrla hefur verið ræst út og er nú á leið á slysstað og von er á rannsóknarlögreglumanni frá Akranesi til að kanna aðstæður og rannsaka tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×