Innlent

Skræki rúmeninn kveikti í Íslendingum á Twitter

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hátíðnisöngur Cezar fær menn til að tísta
Hátíðnisöngur Cezar fær menn til að tísta Mynd/ AFP

5.250 tíst voru send út á fimmtudaginn undir merkinu #12stig, en til stendur að slá íslandsmet í tísti í tengslum við söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nú í kvöld. Samtals hafa rúmlega 1300 manns tístað 8.600 sinnum með merkinu en vonast er til að fjöldi tísta fari yfir 20.000 með merkinu #12stig.

Klukkan 20:19 á fimmtudeginum komu 133 tíst merkt #12stig en þá steig hinn magnaði Cezar frá Rúmeníu á svið. 94 tíst komu inn mínútunni áður, rétt áður en hann kom á sviðið.

Mínútu síðar komu 115 tíst í viðbót um kontratenórinn.

110 tíst komu svo þegar tilkynnt var um að Ísland hefði komist áfram klukkan 20:54.

Það tíst sem var endurbirt oftast af tísturum (e. retweet) var þetta svar lögreglunnar:

Lögreglan hefur farið mikinn á samfélagsmiðlunumMynd/ Twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×