Innlent

Farið fram á fjórar vikur yfir meintum morðingja

Meintur morðingi leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur.
Meintur morðingi leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur.

Lögreglan á Eskifirði, sem annast rannsókn á andláti karlmanns sem fannst látin í íbúð sinni á Egilsstöðum í síðustu viku, fór fram á að gæsluvarðhaldi yfir meintum banamanni hans yrði framlengt um fjórar viku.

Hinn grunaði, sem er karlmaður á þrítugsaldri, var leiddur fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur um klukkan eitt í dag. Enn er beðið eftir niðurstöðu dómara.

Maðurinn er grunaður um að hafa myrt karlmann á sjötugsaldri á heimili hans í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí síðastliðinn. Hann hefur ekki játað verknaðinn, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur rannsókn vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×