"Þó þetta líti eðlilega út þá er þetta heilmikið mál" Helga Arnardóttir skrifar 17. maí 2013 19:48 Það getur tekið allt upp undir ár fyrir konur sem kjósa að láta byggja upp ný brjóst eftir að hafa gengist undir brjóstnám í forvarnarskyni, segir lýtalæknir. Ferlið sé oft og tíðum langt og strangt og ýmislegt getur komið upp á. Frá 2007 hafa tvær til fimm konur á ári gengist undir slíkar aðgerðir. Ákvörðun Hollywood leikkonunnar Angelinu Jolie um að fjarlægja bæði brjóst sín í forvarnarskyni hefur án efa vakið mikla eftirtekt og umræðu um allan heim. Það að hún skildi greina frá þessu opinberlega hefur haft mikil áhrif á konur víða sem ef til vill bera hið ættgenga brjóstakrabbameinsgen eins og Jolie. En það er ekki einfalt mál fyrir allar konur að láta fjarlægja brjóst sín hvort sem það er vegna veikinda eða í forvarnarskyni. „Í dag er konum ráðlagt að fara í brottnám ef þær greinast með brjóstakrabbameinsgenið sem dregur allverulega úr líkum á því að þær veikist. Eða þær geta verið í svokölluðu hááhættueftirliti sem felst í brjóstasegulómun árlega og ómskoðun. Og það er gert á sex mánaða tímabili," segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Mikið sé hægt að gera fyrir konur í dag sem gangast undir brjóstnám en það geti oft verið langt og strangt ferli. „Þetta er ekki eins og að fara í brjóstastækkun og ekki endilega einföld aðgerð en hún gengur yfirleitt vel. Þó þetta líti eðlilega út þá er þetta heilmikið mál, engin aðgerð er áhættulaus því það er hægt að fá blæðingu og sýkingu í hvað sem er og svo náttúrulega bætast allskonar fylgikvillar við þessa aðgerð." Við brjóstnám er allur brjóstvefur fjarlægður og geirvartan líka, óski konan eftir því en húðin er skilin eftir. Með henni er hægt að byggja upp nýtt brjóst og koma fyrir sílikon púða. En þá er eftir að byggja upp geirvörtu sem oft er gert með því að skera fleyg úr eyrnarsnepli og svo er vörtubaugurinn húðflúraður. Þórdís segir að allt ferlið geti tekið allt upp undir ár eða skemur og það velti oft á því hvort hægt sé að byggja upp brjóst í einni aðgerð. Allur kostnaður er greiddur af ríkinu en konur bera einnig einhvern kostnað með heimsóknum á læknastofur og göngudeildir. Frá 2007 hafa á bilinu 2-5 konur á ári gengist undir slíka aðgerð í forvarnarskyni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Það getur tekið allt upp undir ár fyrir konur sem kjósa að láta byggja upp ný brjóst eftir að hafa gengist undir brjóstnám í forvarnarskyni, segir lýtalæknir. Ferlið sé oft og tíðum langt og strangt og ýmislegt getur komið upp á. Frá 2007 hafa tvær til fimm konur á ári gengist undir slíkar aðgerðir. Ákvörðun Hollywood leikkonunnar Angelinu Jolie um að fjarlægja bæði brjóst sín í forvarnarskyni hefur án efa vakið mikla eftirtekt og umræðu um allan heim. Það að hún skildi greina frá þessu opinberlega hefur haft mikil áhrif á konur víða sem ef til vill bera hið ættgenga brjóstakrabbameinsgen eins og Jolie. En það er ekki einfalt mál fyrir allar konur að láta fjarlægja brjóst sín hvort sem það er vegna veikinda eða í forvarnarskyni. „Í dag er konum ráðlagt að fara í brottnám ef þær greinast með brjóstakrabbameinsgenið sem dregur allverulega úr líkum á því að þær veikist. Eða þær geta verið í svokölluðu hááhættueftirliti sem felst í brjóstasegulómun árlega og ómskoðun. Og það er gert á sex mánaða tímabili," segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Mikið sé hægt að gera fyrir konur í dag sem gangast undir brjóstnám en það geti oft verið langt og strangt ferli. „Þetta er ekki eins og að fara í brjóstastækkun og ekki endilega einföld aðgerð en hún gengur yfirleitt vel. Þó þetta líti eðlilega út þá er þetta heilmikið mál, engin aðgerð er áhættulaus því það er hægt að fá blæðingu og sýkingu í hvað sem er og svo náttúrulega bætast allskonar fylgikvillar við þessa aðgerð." Við brjóstnám er allur brjóstvefur fjarlægður og geirvartan líka, óski konan eftir því en húðin er skilin eftir. Með henni er hægt að byggja upp nýtt brjóst og koma fyrir sílikon púða. En þá er eftir að byggja upp geirvörtu sem oft er gert með því að skera fleyg úr eyrnarsnepli og svo er vörtubaugurinn húðflúraður. Þórdís segir að allt ferlið geti tekið allt upp undir ár eða skemur og það velti oft á því hvort hægt sé að byggja upp brjóst í einni aðgerð. Allur kostnaður er greiddur af ríkinu en konur bera einnig einhvern kostnað með heimsóknum á læknastofur og göngudeildir. Frá 2007 hafa á bilinu 2-5 konur á ári gengist undir slíka aðgerð í forvarnarskyni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira