Mikil uppbygging í vændum á Grænlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 18. maí 2013 07:00 Svend HArdenberg Í erindi sínu í Hörpu í gær fjallaði Hardenberg um fjárfestingartækifæri á Grænlandi en mikil uppbygging stendur þar fyrir dyrum á næstu árum.Fréttablaðið/GVA Gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg á Grænlandi á næstu árum í tengslum við auðlindanýtingu. Helsta markmið Grænlendinga með framkvæmdunum er ekki ríkidæmi heldur sjálfstæði. Þá felast tækifæri í uppbyggingunni fyrir Ísland. Þetta segir Svend Hardenberg, sveitarstjóri í Qaasuitsup í Grænlandi og stofnandi Greenland Invest. Hardenberg var meðal ræðumanna á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um tækifæri á norðurslóðum í Hörpu á fimmtudag. „Það er óumdeilt að það eru mikil fjárfestingartækifæri á Grænlandi. Þar er að finna olíu og gas og þá má byggja upp stóriðju í tengslum við virkjun vatnsfalla. Námavinnsla er þó það sem sennilega liggur beinast við,“ segir Hardenberg og heldur áfram: „Það eru mikil verðmæti í grænlenski jörð og þau er að finna á stöðum þar sem fólk býr ekki. Það er því heppilegra að stunda námavinnslu á Grænlandi en til dæmis í Evrópu þar sem fólk er alls staðar skammt undan.“ Ljóst er að mikil tækifæri felast í uppbyggingu á Grænlandi og getur hin fámenna þjóð Grænlendinga fljótt orðið mjög auðug gangi hugmyndir um fjárfestingarnar þar eftir. Hardenberg segir að þegar sé undirbúningur vegna nokkurra stórra fjárfestingarverkefna hafinn en bætir við að ríkidæmi sé ekki markmið Grænlendinga í sjálfu sér. „Sjálfstæði er mjög ofarlega í huga Grænlendinga og það er líklega helsta ástæðan fyrir því að við viljum setja þessi verkefni af stað. Þau geta gert okkur kleift að fá efnahagslegt sjálfstæði en jafnvel þó að lífskjör hér mundu versna myndum við heldur kjósa sjálfstæðið,“ segir Hardenberg sem bætir við að Grænland hafi fengið heimastjórn fyrir ríflega 30 árum og að hann vonist til þess að fullt sjálfstæði fáist fyrr en eftir önnur 30 ár. Spurður hvort Grænlendingar óttist umhverfisleg áhrif stórframkvæmdanna eða að alþjóðleg fyrirtæki njóti alls ágóðans svarar Hardenberg: „Við gefum engan afslátt af kröfum um hvernig skuli staðið að þessum framkvæmdum þannig að umhverfið beri sem minnstan skaða af. Þá erum við meðvituð um að þessi fyrirtæki eru að koma hingað til að græða peninga. Við hins vegar krefjumst þess að fá sanngjarnan skerf af því sem er til skiptanna. Þá leitum við liðsinnis færustu sérfræðinga í okkar samskiptum við fyrirtækin og lítum einnig til reynslu annarra þjóða.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg á Grænlandi á næstu árum í tengslum við auðlindanýtingu. Helsta markmið Grænlendinga með framkvæmdunum er ekki ríkidæmi heldur sjálfstæði. Þá felast tækifæri í uppbyggingunni fyrir Ísland. Þetta segir Svend Hardenberg, sveitarstjóri í Qaasuitsup í Grænlandi og stofnandi Greenland Invest. Hardenberg var meðal ræðumanna á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um tækifæri á norðurslóðum í Hörpu á fimmtudag. „Það er óumdeilt að það eru mikil fjárfestingartækifæri á Grænlandi. Þar er að finna olíu og gas og þá má byggja upp stóriðju í tengslum við virkjun vatnsfalla. Námavinnsla er þó það sem sennilega liggur beinast við,“ segir Hardenberg og heldur áfram: „Það eru mikil verðmæti í grænlenski jörð og þau er að finna á stöðum þar sem fólk býr ekki. Það er því heppilegra að stunda námavinnslu á Grænlandi en til dæmis í Evrópu þar sem fólk er alls staðar skammt undan.“ Ljóst er að mikil tækifæri felast í uppbyggingu á Grænlandi og getur hin fámenna þjóð Grænlendinga fljótt orðið mjög auðug gangi hugmyndir um fjárfestingarnar þar eftir. Hardenberg segir að þegar sé undirbúningur vegna nokkurra stórra fjárfestingarverkefna hafinn en bætir við að ríkidæmi sé ekki markmið Grænlendinga í sjálfu sér. „Sjálfstæði er mjög ofarlega í huga Grænlendinga og það er líklega helsta ástæðan fyrir því að við viljum setja þessi verkefni af stað. Þau geta gert okkur kleift að fá efnahagslegt sjálfstæði en jafnvel þó að lífskjör hér mundu versna myndum við heldur kjósa sjálfstæðið,“ segir Hardenberg sem bætir við að Grænland hafi fengið heimastjórn fyrir ríflega 30 árum og að hann vonist til þess að fullt sjálfstæði fáist fyrr en eftir önnur 30 ár. Spurður hvort Grænlendingar óttist umhverfisleg áhrif stórframkvæmdanna eða að alþjóðleg fyrirtæki njóti alls ágóðans svarar Hardenberg: „Við gefum engan afslátt af kröfum um hvernig skuli staðið að þessum framkvæmdum þannig að umhverfið beri sem minnstan skaða af. Þá erum við meðvituð um að þessi fyrirtæki eru að koma hingað til að græða peninga. Við hins vegar krefjumst þess að fá sanngjarnan skerf af því sem er til skiptanna. Þá leitum við liðsinnis færustu sérfræðinga í okkar samskiptum við fyrirtækin og lítum einnig til reynslu annarra þjóða.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira