Innlent

Ætla að róa frá Noregi til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auður, báturinn sem hópurinn ætlar að róa á.
Auður, báturinn sem hópurinn ætlar að róa á.

Hópur Íslendinga hefur ákveðið að róa frá Kristiansand í Noregi til Íslands á bátnum Auði. Þeir stefna á að vera mánuð á leiðinni og vera komnir hingað þann 17. júní næstkomandi.

„Þetta verður erfitt. Veðrið verður mesta vandamálið. Þetta er erfið leið sem við höfum valið, þrátt fyrir að það sé sumar,“ segir Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri í samtali við norska ríkisútvarpið, NRK.

Með róðrinum vilja Íslendingarnir heiðra minningu norrænu víkinganna. „Víkingasagan er hluti af sögu Íslands. Þetta er sameiginleg saga okkar og mér finnst þetta vera áhugavert,“ segir Eyþór Eðvarðsson sem fer með í ferðina.

Það má líka lesa meira um róðurinn á bloggi ferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×