Fleiri fréttir Enn óvissa vegna Heklu Óvissustig vegna Heklu er enn í gildi. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að engir atburðir séu nú í gangi sem bendi til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verði áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verði staðan endurmetin í næstu viku. 27.3.2013 13:48 Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum. 27.3.2013 13:34 Að óbreyttu fá nýútskrifaðir lögreglumenn ekki vinnu Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. 27.3.2013 12:15 Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27.3.2013 12:13 Dagskrártillaga Birgittu kolfelld Þingfundur var settur klukkan hálf tólf í dag eftir miklar samningaviðræður um lok þingsins. Svo virðist sem þokast hafi verulega í samkomulagsátt í gær. Rætt er um að breytingar á stjórnarskrá krefjist samþykkis 2/3 hluta þingmanna og þjóðaratkvæðagreiðsla veðri haldin sex til níu mánuðum síðar. Krafist verði samþykkis fjörutíu prósent kjósenda af kjörskrá. 27.3.2013 11:41 Upptakan af fallhlífastökkinu ekki birt Upptaka af því þegar Örvar Arnarson reyndi að hjálpa Andra Má Þórðarsyni að opna fallhlíf sína á Flórída á laugardag verður ekki birt. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Pasco-sýslu sem fór fram í gær. 27.3.2013 10:53 Þingfundi frestað meðan sáttatillögur eru ræddar Þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf ellefu var frestað til klukkan hálf tólf. Stjórn og stjórnarandstaða eru væntanlega að leggja lokahönd á samkomulag sem fæddist í gærkvöld um þinglok. Fyrir fundinum liggja tuttugu og eitt mál, þau fyrstu um náttúruvernd og stuðningsaðgerðir vegna uppbyggingar á Bakka. 27.3.2013 10:50 Viðrar vel til skíðaferða Það verður gott veður um páskana víðast hvar á landinu, segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er ekkert hægt að kvarta sérstaklega yfir því. Hann gerir ráð fyrir því að hlýjast verði hér í bænum og víðar á Suðvesturlandi. "Á páskadag er spáð bjartviðri fyrir norðan og austan,“ segir hann. Horfur séu ágætar fyrir skíðafólk um helgina. "Það er helst á föstudaginn langa að það verði vindur á Austfjörðum,“ segir hann. 27.3.2013 10:27 Allt stefnir í þinglok í dag eða í kvöld Allt stefnir að þinglokum í dag eða í kvöld, eftir að verulega fór að þokast í samkomulagsátt meðal formanna þingflokkanna í gærkvöldi og í nótt. 27.3.2013 06:43 Allt með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu Allt var með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu í nótt nema hvað þar mældist einn smáskjálfti upp á 0,4 stig. 27.3.2013 06:33 Tvær bílveltur á veginum undir Hafnarfjalli Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að þar myndaðist skyndilega ísing á veginum. 27.3.2013 06:26 Slökkviliðsstjóri frestar heimildum til að kveikja sinuelda Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarfirði frestaði í gær heimildum sýslumanns til að kveikja sinuelda á tveimur stöðum í Andakíl í Borgarfirði, vegna mikilla þurrka í gróðurlandi á svæðinu og hættu á að eldarnir fari úr böndunum. 27.3.2013 06:24 Íslenskir fangar eru lengur í einangrun Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. 27.3.2013 06:00 Ekki nýjar virkjanir hjá OR fyrr en mengunarmál leysast Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun ekki reisa fleiri virkjanir á Hengilssvæðinu fyrr en fundist hefur lausn á brennisteinsvetnismengun. Fyrirtækið hefur óskað eftir frestun á gildistöku reglugerðar um hert skilyrði vegna útblásturs brennisteinsvetnis. Þau eiga að taka gildi 1. júlí á næsta ári. 27.3.2013 06:00 Semja um þröskuld við þjóðaratkvæði Alls þurfa 40 prósent kjósenda að samþykkja umdeildar breytingar á stjórnarskrá, samkvæmt hugmyndum formanna stjórnmálaflokkanna að samkomulagi í stjórnarskrármálinu. Nokkuð þokaðist í samkomulag á milli flokkanna í gær, en enn ber á milli í nokkrum málum. 27.3.2013 06:00 „Ég er enginn boxari“ Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. 27.3.2013 06:00 Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk,“ segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. 27.3.2013 06:00 Hundruð festast á hverju ári Hundruð Íslendinga missa af flugferðum á hverju ári þar sem vegabréf þeirra uppfylla ekki reglur annarra ríkja um gildistíma þegar ferðalagið hefst. 27.3.2013 06:00 Ný tækifæri krefjast betra skips Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Eros og er því ætlað að leysa skip félagsins, Eriku, af hólmi. Grænlenska félagið er í þriðjungseigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur samstarfið staðið í fjölda ára. 27.3.2013 06:00 Sat of lengi í haldi og fékk ekki lyfin sín Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða verktaka 400 þúsund krónur fyrir gæsluvarðhald sem hann sætti í tengslum við rannsókn á mansalsmáli árið 2009. 27.3.2013 06:00 Örvar var hetja segir lögreglan Örvar Arnarson, annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída á laugardag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída. 27.3.2013 06:00 Viðvörun frá Vegagerðinni: Flughált við Hafnarfjall Vaxandi hálka er nú á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Flughált er við Hafnarfjall en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og víða á Snæfellsnesi. 26.3.2013 23:05 Birgitta upplýsti um þreifingar formannanna á Facebook Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar segir á Facebook-síðu sinni að hún hafi verið boðuð á fund formanna þingflokkanna og þar hafi komið fram að flokkarnir hafi náð samkomulagi um afgreiðslu mála. 26.3.2013 20:31 Hugsar ekki um neitt annað en börnin Farbanni yfir Davíð Erni Bjarnasyni hefur verið aflétt og er hann væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Hann var handtekinn á tyrkneskum flugvelli fyrir þremur vikum, sakaður um fornmunasmygl. Lífinu var umturnað, segir Davíð og fjölskyldan hlakkar til að fá hann heim. 26.3.2013 19:46 Sina nærri Norræna húsinu Tveir slökkviliðsbílar og fjórir slökkviliðsmenn sinntu sinueldi í Vatnsmýrinni nærri Norræna húsinu skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Eldurinn var lítill og ekki var talin mikil hætta á ferð. 26.3.2013 19:39 Magnús Tumi: Kominn tími á Heklu Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í dag vegna jarðhræringa við Heklu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir margt benda til þess að Heklagos sé á næsta leyti. 26.3.2013 18:43 Sýknaður af því að hóta kynferðisafbrotamanni Hæstiréttur Íslands sýknaði karlmann sem Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað af hótunum sem hann sendi öðrum manni. Ástæðan fyrir sýknu Hæstaréttar er sú að að þegar efni þess væri virt í heild sinni, yrði ekki talið að í því hafi falist hótun. 26.3.2013 17:50 Faðir í farbann - sterkur grunur um shaken baby syndrome Karl á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í farbann til 23. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur um þar síðustu helgi. Maðurinn er faðir stúlkunnar, sem var fimm mánaða gömul. 26.3.2013 17:05 Segja vinnubrögð ASÍ óvönduð og ómarktæk Hagar senda frá sér fréttatilkynningu vegna verðlagskönnunar. 26.3.2013 16:34 „Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýringu á fylgistapi einfalda. 26.3.2013 16:07 Íslenskur hestur limlestur í Skotlandi Íslenskur hestur fannst illa limlestur á hestabúgarði í Edinborg á dögunum. Hesturinn, sem er 23ja ára gamall geldingur, og gegndi kallinu Hrafn fannst blóðugur á Swanston búgarðinum á fimmtudag. Limur hans hafði verið skorinn af og hékk hann á þvagrásinni einni saman. Limurinn var svo fjarlægður með neyðarskurðaðgerð. "Dýralæknirinn ráðlagði að aðgerðin yrði gerð með beittu áhaldi,“ sagði John Toule. 26.3.2013 14:22 Guðmundur hafði betur gegn Vinnslustöðinni Hæstiréttur hefur ógilt samruna Ufsabergs-útgerðar ehf við Vinnslustöðina, að kröfu Stillu útgerðar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar. 26.3.2013 13:59 Framsóknarflokkurinn langstærstur - Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjustu könnun MMR og er orðinn langstærsti flokkur landsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar dalar. 26.3.2013 12:20 Ferðamenn varaðir við að vera nærri Heklu Lögreglan á Hvolsvelli stýrir nú umferðinni við Heklu og hefur hún varað ferðaþjónustuaðila á svæðinu við að vera þar á ferð. "Það er svo sem engin viðbragðsáætlun í gangi núna, við erum að vara fólk við ferðum á fjallið," segir Sveinn Kristján Rúnarsson. Hann segir að ef eitthvað fer í gang muni þeir stoppa ferðir almennings upp á Landveginn og Búrfellsveginn líka. 26.3.2013 12:16 Róleg þrátt fyrir jarðhræringar Sveitarstjóri Rangárþings ytra vonast eftir hliðhollri vindátt ef gos hefst í Heklu. 26.3.2013 11:52 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26.3.2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26.3.2013 11:22 Skór númer 42 aldrei dýrari en skór númer 38 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ekki standa til að rukka farþega eftir líkamsþyngd. 26.3.2013 10:07 Létust við höggið Íslendingarnir tveir sem fórust í fallhlífarstökki í Flórída á laugardag létust við höggið af fallinu. Svo segir í skýrslu dánardómstjóra í Pasco-sýslu sem birt var í gær. 26.3.2013 09:19 Þyrla hellti 22 þúsund lítrum af vatni á sinuelda í Lundareykjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar fór samtals 22 ferðir með 22 þúsund lítra af vatni til að slökkva mikinn sinueld í landi Grafar í Lundareykjadal, eftir að slökkviliðið í Borgarfirði óskaði eftir aðstoð hennar síðdegis í gær, en þá börðust 30 slökkviliðsmenn við eldinn. 26.3.2013 07:22 Tuttugu björgunarmenn sóttu slasaðan mann á Esju Tuttugu björgunarmenn frá Landsbjörgu og sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sóttu síðdegis í gær slasaðan gögnumann á Esju. 26.3.2013 07:15 Enn ekkert samkomulag á Alþingi Þingfundi var frestað á Alþingi klukkan ellefu í gærkvöldi og liggur ekki fyrir hvort nokkurt samkomulag náðist um þinglok á fundi formanna stjórnmálaflokkanna í gærkvöldi. 26.3.2013 07:03 Fyrsta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í dag Fyrsta fer Herjólfs frá Eyjum verður farin til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun klukkan átta, en síðari ferð skipsins var farin til Þorlákshafnar í gær. 26.3.2013 07:01 Allar nothæfar íbúðir í leigu Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur gefið það út að allar íbúðarhæfar íbúðir í eigu hans í blokkum á Selfossi séu í útleigu. Fjallað hafði verið um að íbúðir í eigu sjóðsins stæðu auðar á meðan skorti félagslegt húsnæði. 26.3.2013 06:00 Pokaskortur hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands biður alla þá sem sækja til þeirra mataraðstoð að koma með burðarpoka eða töskur með sér sökum skorts á pokum. Fjölskylduhjálpin hyggst standa fyrir pokasöfnun á næstunni. 26.3.2013 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enn óvissa vegna Heklu Óvissustig vegna Heklu er enn í gildi. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að engir atburðir séu nú í gangi sem bendi til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verði áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verði staðan endurmetin í næstu viku. 27.3.2013 13:48
Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum. 27.3.2013 13:34
Að óbreyttu fá nýútskrifaðir lögreglumenn ekki vinnu Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. 27.3.2013 12:15
Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27.3.2013 12:13
Dagskrártillaga Birgittu kolfelld Þingfundur var settur klukkan hálf tólf í dag eftir miklar samningaviðræður um lok þingsins. Svo virðist sem þokast hafi verulega í samkomulagsátt í gær. Rætt er um að breytingar á stjórnarskrá krefjist samþykkis 2/3 hluta þingmanna og þjóðaratkvæðagreiðsla veðri haldin sex til níu mánuðum síðar. Krafist verði samþykkis fjörutíu prósent kjósenda af kjörskrá. 27.3.2013 11:41
Upptakan af fallhlífastökkinu ekki birt Upptaka af því þegar Örvar Arnarson reyndi að hjálpa Andra Má Þórðarsyni að opna fallhlíf sína á Flórída á laugardag verður ekki birt. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Pasco-sýslu sem fór fram í gær. 27.3.2013 10:53
Þingfundi frestað meðan sáttatillögur eru ræddar Þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf ellefu var frestað til klukkan hálf tólf. Stjórn og stjórnarandstaða eru væntanlega að leggja lokahönd á samkomulag sem fæddist í gærkvöld um þinglok. Fyrir fundinum liggja tuttugu og eitt mál, þau fyrstu um náttúruvernd og stuðningsaðgerðir vegna uppbyggingar á Bakka. 27.3.2013 10:50
Viðrar vel til skíðaferða Það verður gott veður um páskana víðast hvar á landinu, segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er ekkert hægt að kvarta sérstaklega yfir því. Hann gerir ráð fyrir því að hlýjast verði hér í bænum og víðar á Suðvesturlandi. "Á páskadag er spáð bjartviðri fyrir norðan og austan,“ segir hann. Horfur séu ágætar fyrir skíðafólk um helgina. "Það er helst á föstudaginn langa að það verði vindur á Austfjörðum,“ segir hann. 27.3.2013 10:27
Allt stefnir í þinglok í dag eða í kvöld Allt stefnir að þinglokum í dag eða í kvöld, eftir að verulega fór að þokast í samkomulagsátt meðal formanna þingflokkanna í gærkvöldi og í nótt. 27.3.2013 06:43
Allt með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu Allt var með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu í nótt nema hvað þar mældist einn smáskjálfti upp á 0,4 stig. 27.3.2013 06:33
Tvær bílveltur á veginum undir Hafnarfjalli Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að þar myndaðist skyndilega ísing á veginum. 27.3.2013 06:26
Slökkviliðsstjóri frestar heimildum til að kveikja sinuelda Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarfirði frestaði í gær heimildum sýslumanns til að kveikja sinuelda á tveimur stöðum í Andakíl í Borgarfirði, vegna mikilla þurrka í gróðurlandi á svæðinu og hættu á að eldarnir fari úr böndunum. 27.3.2013 06:24
Íslenskir fangar eru lengur í einangrun Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. 27.3.2013 06:00
Ekki nýjar virkjanir hjá OR fyrr en mengunarmál leysast Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun ekki reisa fleiri virkjanir á Hengilssvæðinu fyrr en fundist hefur lausn á brennisteinsvetnismengun. Fyrirtækið hefur óskað eftir frestun á gildistöku reglugerðar um hert skilyrði vegna útblásturs brennisteinsvetnis. Þau eiga að taka gildi 1. júlí á næsta ári. 27.3.2013 06:00
Semja um þröskuld við þjóðaratkvæði Alls þurfa 40 prósent kjósenda að samþykkja umdeildar breytingar á stjórnarskrá, samkvæmt hugmyndum formanna stjórnmálaflokkanna að samkomulagi í stjórnarskrármálinu. Nokkuð þokaðist í samkomulag á milli flokkanna í gær, en enn ber á milli í nokkrum málum. 27.3.2013 06:00
„Ég er enginn boxari“ Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. 27.3.2013 06:00
Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk,“ segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. 27.3.2013 06:00
Hundruð festast á hverju ári Hundruð Íslendinga missa af flugferðum á hverju ári þar sem vegabréf þeirra uppfylla ekki reglur annarra ríkja um gildistíma þegar ferðalagið hefst. 27.3.2013 06:00
Ný tækifæri krefjast betra skips Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Eros og er því ætlað að leysa skip félagsins, Eriku, af hólmi. Grænlenska félagið er í þriðjungseigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur samstarfið staðið í fjölda ára. 27.3.2013 06:00
Sat of lengi í haldi og fékk ekki lyfin sín Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða verktaka 400 þúsund krónur fyrir gæsluvarðhald sem hann sætti í tengslum við rannsókn á mansalsmáli árið 2009. 27.3.2013 06:00
Örvar var hetja segir lögreglan Örvar Arnarson, annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída á laugardag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída. 27.3.2013 06:00
Viðvörun frá Vegagerðinni: Flughált við Hafnarfjall Vaxandi hálka er nú á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Flughált er við Hafnarfjall en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og víða á Snæfellsnesi. 26.3.2013 23:05
Birgitta upplýsti um þreifingar formannanna á Facebook Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar segir á Facebook-síðu sinni að hún hafi verið boðuð á fund formanna þingflokkanna og þar hafi komið fram að flokkarnir hafi náð samkomulagi um afgreiðslu mála. 26.3.2013 20:31
Hugsar ekki um neitt annað en börnin Farbanni yfir Davíð Erni Bjarnasyni hefur verið aflétt og er hann væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Hann var handtekinn á tyrkneskum flugvelli fyrir þremur vikum, sakaður um fornmunasmygl. Lífinu var umturnað, segir Davíð og fjölskyldan hlakkar til að fá hann heim. 26.3.2013 19:46
Sina nærri Norræna húsinu Tveir slökkviliðsbílar og fjórir slökkviliðsmenn sinntu sinueldi í Vatnsmýrinni nærri Norræna húsinu skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Eldurinn var lítill og ekki var talin mikil hætta á ferð. 26.3.2013 19:39
Magnús Tumi: Kominn tími á Heklu Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í dag vegna jarðhræringa við Heklu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir margt benda til þess að Heklagos sé á næsta leyti. 26.3.2013 18:43
Sýknaður af því að hóta kynferðisafbrotamanni Hæstiréttur Íslands sýknaði karlmann sem Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað af hótunum sem hann sendi öðrum manni. Ástæðan fyrir sýknu Hæstaréttar er sú að að þegar efni þess væri virt í heild sinni, yrði ekki talið að í því hafi falist hótun. 26.3.2013 17:50
Faðir í farbann - sterkur grunur um shaken baby syndrome Karl á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í farbann til 23. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur um þar síðustu helgi. Maðurinn er faðir stúlkunnar, sem var fimm mánaða gömul. 26.3.2013 17:05
Segja vinnubrögð ASÍ óvönduð og ómarktæk Hagar senda frá sér fréttatilkynningu vegna verðlagskönnunar. 26.3.2013 16:34
„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýringu á fylgistapi einfalda. 26.3.2013 16:07
Íslenskur hestur limlestur í Skotlandi Íslenskur hestur fannst illa limlestur á hestabúgarði í Edinborg á dögunum. Hesturinn, sem er 23ja ára gamall geldingur, og gegndi kallinu Hrafn fannst blóðugur á Swanston búgarðinum á fimmtudag. Limur hans hafði verið skorinn af og hékk hann á þvagrásinni einni saman. Limurinn var svo fjarlægður með neyðarskurðaðgerð. "Dýralæknirinn ráðlagði að aðgerðin yrði gerð með beittu áhaldi,“ sagði John Toule. 26.3.2013 14:22
Guðmundur hafði betur gegn Vinnslustöðinni Hæstiréttur hefur ógilt samruna Ufsabergs-útgerðar ehf við Vinnslustöðina, að kröfu Stillu útgerðar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar. 26.3.2013 13:59
Framsóknarflokkurinn langstærstur - Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjustu könnun MMR og er orðinn langstærsti flokkur landsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar dalar. 26.3.2013 12:20
Ferðamenn varaðir við að vera nærri Heklu Lögreglan á Hvolsvelli stýrir nú umferðinni við Heklu og hefur hún varað ferðaþjónustuaðila á svæðinu við að vera þar á ferð. "Það er svo sem engin viðbragðsáætlun í gangi núna, við erum að vara fólk við ferðum á fjallið," segir Sveinn Kristján Rúnarsson. Hann segir að ef eitthvað fer í gang muni þeir stoppa ferðir almennings upp á Landveginn og Búrfellsveginn líka. 26.3.2013 12:16
Róleg þrátt fyrir jarðhræringar Sveitarstjóri Rangárþings ytra vonast eftir hliðhollri vindátt ef gos hefst í Heklu. 26.3.2013 11:52
Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26.3.2013 11:50
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26.3.2013 11:22
Skór númer 42 aldrei dýrari en skór númer 38 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ekki standa til að rukka farþega eftir líkamsþyngd. 26.3.2013 10:07
Létust við höggið Íslendingarnir tveir sem fórust í fallhlífarstökki í Flórída á laugardag létust við höggið af fallinu. Svo segir í skýrslu dánardómstjóra í Pasco-sýslu sem birt var í gær. 26.3.2013 09:19
Þyrla hellti 22 þúsund lítrum af vatni á sinuelda í Lundareykjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar fór samtals 22 ferðir með 22 þúsund lítra af vatni til að slökkva mikinn sinueld í landi Grafar í Lundareykjadal, eftir að slökkviliðið í Borgarfirði óskaði eftir aðstoð hennar síðdegis í gær, en þá börðust 30 slökkviliðsmenn við eldinn. 26.3.2013 07:22
Tuttugu björgunarmenn sóttu slasaðan mann á Esju Tuttugu björgunarmenn frá Landsbjörgu og sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sóttu síðdegis í gær slasaðan gögnumann á Esju. 26.3.2013 07:15
Enn ekkert samkomulag á Alþingi Þingfundi var frestað á Alþingi klukkan ellefu í gærkvöldi og liggur ekki fyrir hvort nokkurt samkomulag náðist um þinglok á fundi formanna stjórnmálaflokkanna í gærkvöldi. 26.3.2013 07:03
Fyrsta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í dag Fyrsta fer Herjólfs frá Eyjum verður farin til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun klukkan átta, en síðari ferð skipsins var farin til Þorlákshafnar í gær. 26.3.2013 07:01
Allar nothæfar íbúðir í leigu Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur gefið það út að allar íbúðarhæfar íbúðir í eigu hans í blokkum á Selfossi séu í útleigu. Fjallað hafði verið um að íbúðir í eigu sjóðsins stæðu auðar á meðan skorti félagslegt húsnæði. 26.3.2013 06:00
Pokaskortur hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands biður alla þá sem sækja til þeirra mataraðstoð að koma með burðarpoka eða töskur með sér sökum skorts á pokum. Fjölskylduhjálpin hyggst standa fyrir pokasöfnun á næstunni. 26.3.2013 06:00