Innlent

Allt stefnir í þinglok í dag eða í kvöld

Allt stefnir að þinglokum í dag eða í kvöld, eftir að verulega fór að þokast í samkomulagsátt meðal formanna þingflokkanna í gærkvöldi og í nótt.

Fjölmörg mál voru afgreidd á þingfundi sem stóð framundir klukkan fjögur í nótt og er fundur aftur boðaður klukkan hálf ellefu fyrir hádegi. Þá er 21 mál á dagskrá og er stjórnarskrármálið það tuttugasta á dagskránni, þannig að væntanlega er samkomulag um flest hinna tuttugu, og eins um að leggja ýmis mál til hliðar.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar greindi frá ýmsum samkomualgsatriðum þingflokksformannanna á Facebook síðu sinni, sem ekki er heimilt, þar sem umræður þar eiga að vera trúnaðarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×