Innlent

Dagskrártillaga Birgittu kolfelld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir er þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir er þingmaður Hreyfingarinnar.
Þingfundur var settur klukkan hálf tólf í dag eftir miklar samningaviðræður um lok þingsins. Svo virðist sem þokast hafi verulega í samkomulagsátt í gær. Rætt er um að breytingar á stjórnarskrá krefjist samþykkis 2/3 hluta þingmanna og þjóðaratkvæðagreiðsla veðri haldin sex til níu mánuðum síðar. Krafist verði samþykkis fjörutíu prósent kjósenda af kjörskrá.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði til dagskrártillögu um að stjórnarskrármálið yrði tekið strax til umræðu í dag. Margrét Tryggvadóttir samflokkskona hennar tók undir tillöguna. Dagskrártillagan var felld með 35 atkvæðum gegn tveimur.

Fjölmörg mál voru tekin til þriðju umræðu án þess að nokkur þingmaður tæki til máls.

Hlé hefur nú aftur verið gert á þingfundi vegna nefndarfunda í hádegi, en samkvæmt þingskaparlögum getur þingfundur ekki staðið yfir á sama tíma og nefndarfundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×