Innlent

Hundruð festast á hverju ári

Brjánn Jónasson skrifar
Strandaglópar Mikilvægt er að kynna sér reglur þeirra ríkja sem ferðast á til um gildistíma vegabréfa.Nordicphotos/Getty
Strandaglópar Mikilvægt er að kynna sér reglur þeirra ríkja sem ferðast á til um gildistíma vegabréfa.Nordicphotos/Getty
Hundruð Íslendinga missa af flugferðum á hverju ári þar sem vegabréf þeirra uppfylla ekki reglur annarra ríkja um gildistíma þegar ferðalagið hefst.

Mörg ríki utan evrópska efnahagssvæðisins gera kröfu um að vegabréf þeirra sem þangað ferðast gildi í að minnsta kosti sex mánuði eftir að viðkomandi ætlar að yfirgefa landið aftur. Ef ferðamaður ætlar að dvelja í einn mánuð þarf vegabréfið að gilda í að minnsta kosti sjö við upphaf ferðar.

Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi lent í vandræðum á flugvöllum erlendis, og jafnvel misst af flugi vegna þess að vegabréfið gildir ekki nógu lengi, segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hundruð slíkra mála koma á borð ráðuneytisins árlega.

Ferðamenn sem lenda í vanda geta sótt um framlengingu á vegabréfi í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands erlendis. Stundum tekst að bjarga málunum í tæka tíð, en allt of oft missir fólk af fluginu sínu og lendir í óþarfa fjárútlátum og töfum, segir Urður.

Ráðuneytið hvetur alla til að ganga úr skugga um að vegabréfið gildi nægilega lengi áður en lagt er af stað. Sérstaklega er hvatt til þess að þeir sem búa utan landsteinanna endurnýi tímanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×