Innlent

Létust við höggið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Íslendingarnir tveir sem fórust í fallhlífarstökki í Flórída á laugardag létust við höggið af fallinu. Svo segir í skýrslu dánardómstjóra í Pasco-sýslu sem birt var í gær.

Mennirnir tveir, Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson, voru í kennsluferð á vegum Fallhlífastökkfélagsins Frjálst fall, og svo virðist sem fallhlífar þeirra hafi ekki verið opnaðar en varafallhlífar beggja opnuðust. Hins vegar hafi það gerst of seint og hraðinn verið of mikill.

Myndband sem Örvar tók með myndavél á hjálmi sínum er nú til rannsóknar, en það verður ekki gert opinbert fyrr en að rannsókn lokinni.

Hjörtur Blöndal, forsvarsmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að þeir sem væru eftir á Flórída ætluðu að halda áfram, bæði Andri Már og Örvar hefðu viljað það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×