Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst Svavar Hávarsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Mynd/Vilhelm "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
"Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira