Innlent

Framsóknarflokkurinn langstærstur - Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ Anton.
Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjustu könnun MMR og er orðinn langstærsti flokkur landsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar dalar.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 29,5 prósenta fylgi og bætir við sig fjórum prósentustigum á milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með 24,4 prósenta fylgi og missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í frjálsu falli á undanförnum mánuðum en um mitt síðasta ár mældist flokkurinn með um 40 prósenta fylgi.

Björt framtíð missir einnig fylgi á milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 12 prósent borið saman við 15,2 prósent í síðustu könnun.

Stuðningur við önnur framboð stóð ýmist í stað eða breyttist lítið. Samfylkingin mælist með 12,5 prósent, Vinstri grænir 8,7 og Píratar með 3,9.

Könnun MMR var gerð dagana 22. til 25. mars. Úrtakið náði til einstaklinga á aldrinum 18 til 67 ára sem voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×