Innlent

Allar nothæfar íbúðir í leigu

Selfoss Íbúðalánasjóður uppástendur að engar leiguhæfar íbúðir í hans eigu standi auðar.fréttablaðið/stefán
Selfoss Íbúðalánasjóður uppástendur að engar leiguhæfar íbúðir í hans eigu standi auðar.fréttablaðið/stefán
Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur gefið það út að allar íbúðarhæfar íbúðir í eigu hans í blokkum á Selfossi séu í útleigu. Fjallað hafði verið um að íbúðir í eigu sjóðsins stæðu auðar á meðan skorti félagslegt húsnæði.

Í tilkynningu sjóðsins segir að umræddar blokkir hafi reynst í verra ásigkomulagi en gert var ráð fyrir. Langflestar íbúðir sem ÍLS tekur yfir þarfnist lagfæringa og þegar þeim sé lokið sé þeim komið í útleigu eins fljótt og unnt er. Ekki sé forsvaranlegt að leigja út lélegar íbúðir. Engar leiguhæfar eignir sjóðsins standi auðar.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×