Innlent

Upptakan af fallhlífastökkinu ekki birt

Boði Logason skrifar
Upptaka af því þegar Örvar Arnarson reyndi að hjálpa Andra Má Þórðarsyni að opna fallhlíf sína á Flórída á laugardag verður ekki birt. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Pasco-sýslu sem haldin var í gær.

Rannsóknarlögreglumaðurinn William Lindsey og lögreglustjórinn Chris Nocco sögðu frá slysinu og rannsókn lögreglunnar á blaðamannafundinum.

Fréttamenn spurðu hvort að efni úr myndavél sem annar þeirra var með á höfðinu yrði gert opinbert. Þeir sögðu að það yrði ekki gert að beiðni fjölskyldu Örvars og Andra Más.

„Ef ég væri í þeirra sporum, og væri að upplifa þá sorg og sársauka sem fylgir þessu, myndi ég ekki vilja að þetta myndband færi á Youtube," sagði hann.

Auk þess væri lögreglunni óheimilt, lögum samkvæmt, að láta frá sér myndbönd sem sýna banaslys.

Á fundinum sagði Lindsey meðal annars að það hafi verið mjög erfitt að horfa á myndbandið, sem sýnir síðustu mínúturnar í lífi Örvars og Andra Más.

Hann sagði að það sæist greinilega á myndbandinu að Örvar gerði allt sem hann gat til að hjálpa Andra Má að opna fallhlífina.

„Hann var hetja, hann dó sem hetja," sagið Lindsey.

Upptöku af blaðamannafundinum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×