Hugsar ekki um neitt annað en börnin Hrund Þórsdóttir skrifar 26. mars 2013 19:46 Þóra Björg Birgisdóttir. Farbanni yfir Davíð Erni Bjarnasyni hefur verið aflétt og er hann væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Hann var handtekinn á tyrkneskum flugvelli fyrir þremur vikum, sakaður um fornmunasmygl. Lífinu var umturnað, segir Davíð og fjölskyldan hlakkar til að fá hann heim. Davíð var í fríi í Tyrklandi ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur, konu sinni, og keyptu þau marmarastein sem reyndist vera fornmunur. Þung viðurlög liggja við fornmunasmygli í landinu og eftir fangavist sætti Davíð farbanni, þar til í gær. Hann bjóst ekki við að verða frjáls ferða sinna. „Það var búið að segja við mig að ég þyrfti ekki vegabréfið en svo þurfti ég það svo það var beðið á meðan ég fór að sækja það. Það tók mig klukkutíma að fara fram og til baka. Ég kom á harðaspretti þarna inn og var sagt að dómararnir væru brjálaðir svo ég bjóst ekki við neinu," segir Davíð Örn. Davíð kveðst hafa það ágætt, þrátt fyrir aðstæður. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig maður er búinn að vera svo mikið einn hérna," segir Davíð. Hann hlakkar mikið til að hitta fólkið sitt aftur. „Alveg hrikalega. Ég hugsa ekki um neitt annað en krakkana, konuna, fjölskylduna og vinina. Það er að drepa mann að geta ekki knúsað börnin sín." Þóra vonast til þess að pappírar, sem heimila Davíð að ferðast, skili sér sem fyrst en óljóst er hvenær hann kemst heim. „Hann er rosalega einmana og hræddur og líður illa og ekki búinn að vinna úr því sem hann er búinn að lenda í," segir Þóra. Ekki er vitað hvenær dómur fellur og óljóst er hvort Davíð þarf að vera viðstaddur. „Vonandi þarf hann ekki að fara aftur út, að það sé hægt að dæma þetta í fjarlægð og þá séum við bara að horfa á sekt. EF hann þarf að fara út held ég að maður sé að horfa á eitthvað annað en sekt," segir Þóra. Þau Davíð og Þóra eiga þrjú börn, sem sakna að sjálfsögðu föður síns. „Þau voru mjög hress í gær. Það hafa allir fengið að tala við hann og það er alveg pínu spenna." Fjölskyldan bjó í Svíþjóð en eftir handtökuna flutti Þóra til Íslands með börnin og hér hyggjast þau vera. „Við eigum hvergi heima akkúrat núna heldur búum í ferðatösku. Þetta hefur ekki haft góð áhrif og það er búið að rífa krakkana úr öryggi. Við þurfum að byrja að byggja upp á nýtt þegar hann kemur til baka," segir Þóra. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Farbanni yfir Davíð Erni Bjarnasyni hefur verið aflétt og er hann væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Hann var handtekinn á tyrkneskum flugvelli fyrir þremur vikum, sakaður um fornmunasmygl. Lífinu var umturnað, segir Davíð og fjölskyldan hlakkar til að fá hann heim. Davíð var í fríi í Tyrklandi ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur, konu sinni, og keyptu þau marmarastein sem reyndist vera fornmunur. Þung viðurlög liggja við fornmunasmygli í landinu og eftir fangavist sætti Davíð farbanni, þar til í gær. Hann bjóst ekki við að verða frjáls ferða sinna. „Það var búið að segja við mig að ég þyrfti ekki vegabréfið en svo þurfti ég það svo það var beðið á meðan ég fór að sækja það. Það tók mig klukkutíma að fara fram og til baka. Ég kom á harðaspretti þarna inn og var sagt að dómararnir væru brjálaðir svo ég bjóst ekki við neinu," segir Davíð Örn. Davíð kveðst hafa það ágætt, þrátt fyrir aðstæður. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig maður er búinn að vera svo mikið einn hérna," segir Davíð. Hann hlakkar mikið til að hitta fólkið sitt aftur. „Alveg hrikalega. Ég hugsa ekki um neitt annað en krakkana, konuna, fjölskylduna og vinina. Það er að drepa mann að geta ekki knúsað börnin sín." Þóra vonast til þess að pappírar, sem heimila Davíð að ferðast, skili sér sem fyrst en óljóst er hvenær hann kemst heim. „Hann er rosalega einmana og hræddur og líður illa og ekki búinn að vinna úr því sem hann er búinn að lenda í," segir Þóra. Ekki er vitað hvenær dómur fellur og óljóst er hvort Davíð þarf að vera viðstaddur. „Vonandi þarf hann ekki að fara aftur út, að það sé hægt að dæma þetta í fjarlægð og þá séum við bara að horfa á sekt. EF hann þarf að fara út held ég að maður sé að horfa á eitthvað annað en sekt," segir Þóra. Þau Davíð og Þóra eiga þrjú börn, sem sakna að sjálfsögðu föður síns. „Þau voru mjög hress í gær. Það hafa allir fengið að tala við hann og það er alveg pínu spenna." Fjölskyldan bjó í Svíþjóð en eftir handtökuna flutti Þóra til Íslands með börnin og hér hyggjast þau vera. „Við eigum hvergi heima akkúrat núna heldur búum í ferðatösku. Þetta hefur ekki haft góð áhrif og það er búið að rífa krakkana úr öryggi. Við þurfum að byrja að byggja upp á nýtt þegar hann kemur til baka," segir Þóra.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira