Innlent

Þingfundi frestað meðan sáttatillögur eru ræddar

Heimir Már Pétursson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis.
Þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf ellefu var frestað til klukkan hálf tólf. Stjórn og stjórnarandstaða eru væntanlega að leggja lokahönd á samkomulag sem fæddist í gærkvöld um þinglok. Fyrir fundinum liggja tuttugu og eitt mál, þau fyrstu um náttúruvernd og stuðningsaðgerðir vegna uppbyggingar á Bakka.

En Alþingi lýkur svo væntanlega störfum seint í dag eða kvöld með samþykkt frumvarps um breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar, sem gerir mögulegt að breyta stjórnarskrá á næsta kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×