Innlent

Tvær bílveltur á veginum undir Hafnarfjalli

Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að þar myndaðist skyndilega ísing á veginum.

Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi og reyndist engin alvarlega slasaður. Þriðji bíllinn lenti utan vegar á þessum slóðum um sama leiti, en þar sakaði engan.

Hálka myndaðist víðar á vegum á Vesturlandi, en ekki er vitað um önnur óhöpp eða slys af völdum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×