„Ég er enginn boxari“ Stígur Helgason skrifar 27. mars 2013 06:00 Friðarmerki? Damon Younger bar hönd fyrir höfuð sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í humátt á eftir honum fylgir nýbökuð eiginkona hans, kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir.Fréttablaðið/stefán Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. Þetta kom fram við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem Ásgeir neitaði sök. Salur 201 í dómshúsinu var þéttsetinn og rúmlega það, og þurftu nokkrir áhorfenda að standa á meðan á réttarhöldunum stóð. Í salnum var stór hópur blaðamennskunema frá Háskóla Íslands, auk eiginkonu Ásgeirs og vinafólks þolandans. Sá sem fyrir árásinni varð, 36 ára Reykvíkingur, hlaut „heilahristing, staðbundinn heilaáverka, rifbrot, mar á augnloki og augnsvæði vinstra megin, sár á innanverðri vör og eymsli í vinstri síðu“, að því er segir í ákærunni. „Ég er enginn boxari,“ sagði Ásgeir, þegar dómari lýsti fyrir honum afleiðingum árásarinnar. Ásgeir sagðist efast um að eitt högg af hans hendi gæti valdið afleiðingum sem þessum. Þolandinn hafi hins vegar fallið í jörðina og gæti hafa hlotið höfuðhögg af því. Ásgeiri og hinum manninum laust fyrst saman snemma kvölds 17. ágúst 2011 á reyksvæðinu á Kaffibarnum. Allir voru sammála um að þolandinn og vinir hans hefðu verið með almenn leiðindi við Ásgeir og kunningjakonu hans, sem hafi orðið til þess að þeir fóru að ýta í kvið hvor annars. „Ég var með „six-pack“ á þessum tíma eftir mikið æfingaskeið,“ sagði Ásgeir, sem var þá að búa sig undir hlutverk sitt sem hrottinn Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Hann hafi því ekki fundið mikið fyrir því að fá hönd kærandans í magann. Maðurinn sló Ásgeir því næst í andlitið og í kjölfarið yfirgáfu Ásgeir og vinur hans barinn. Þeir sneru aftur síðar um kvöldið og vildi Ásgeir þá fá að ræða málin við manninn sem hafði ráðist á hann. „Ég spurði hann hvort hann ætti ekki inni hjá mér högg – eins kjánaleg spurning og það er,“ sagði Ásgeir, sem ber þó að hann hafi aðeins slegið til hans í vörn. Ásgeir segir málið hafa haft miklar afleiðingar fyrir hann. „Ég hef þurft að sæta andúð í samfélaginu,“ sagði hann og bætti við að kjaftasögur gengju um að hann hefði beitt hjólabretti við atlöguna. Aðalmeðferðinni verður fram haldið síðar. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. Þetta kom fram við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem Ásgeir neitaði sök. Salur 201 í dómshúsinu var þéttsetinn og rúmlega það, og þurftu nokkrir áhorfenda að standa á meðan á réttarhöldunum stóð. Í salnum var stór hópur blaðamennskunema frá Háskóla Íslands, auk eiginkonu Ásgeirs og vinafólks þolandans. Sá sem fyrir árásinni varð, 36 ára Reykvíkingur, hlaut „heilahristing, staðbundinn heilaáverka, rifbrot, mar á augnloki og augnsvæði vinstra megin, sár á innanverðri vör og eymsli í vinstri síðu“, að því er segir í ákærunni. „Ég er enginn boxari,“ sagði Ásgeir, þegar dómari lýsti fyrir honum afleiðingum árásarinnar. Ásgeir sagðist efast um að eitt högg af hans hendi gæti valdið afleiðingum sem þessum. Þolandinn hafi hins vegar fallið í jörðina og gæti hafa hlotið höfuðhögg af því. Ásgeiri og hinum manninum laust fyrst saman snemma kvölds 17. ágúst 2011 á reyksvæðinu á Kaffibarnum. Allir voru sammála um að þolandinn og vinir hans hefðu verið með almenn leiðindi við Ásgeir og kunningjakonu hans, sem hafi orðið til þess að þeir fóru að ýta í kvið hvor annars. „Ég var með „six-pack“ á þessum tíma eftir mikið æfingaskeið,“ sagði Ásgeir, sem var þá að búa sig undir hlutverk sitt sem hrottinn Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Hann hafi því ekki fundið mikið fyrir því að fá hönd kærandans í magann. Maðurinn sló Ásgeir því næst í andlitið og í kjölfarið yfirgáfu Ásgeir og vinur hans barinn. Þeir sneru aftur síðar um kvöldið og vildi Ásgeir þá fá að ræða málin við manninn sem hafði ráðist á hann. „Ég spurði hann hvort hann ætti ekki inni hjá mér högg – eins kjánaleg spurning og það er,“ sagði Ásgeir, sem ber þó að hann hafi aðeins slegið til hans í vörn. Ásgeir segir málið hafa haft miklar afleiðingar fyrir hann. „Ég hef þurft að sæta andúð í samfélaginu,“ sagði hann og bætti við að kjaftasögur gengju um að hann hefði beitt hjólabretti við atlöguna. Aðalmeðferðinni verður fram haldið síðar.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira