„Ég er enginn boxari“ Stígur Helgason skrifar 27. mars 2013 06:00 Friðarmerki? Damon Younger bar hönd fyrir höfuð sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í humátt á eftir honum fylgir nýbökuð eiginkona hans, kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir.Fréttablaðið/stefán Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. Þetta kom fram við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem Ásgeir neitaði sök. Salur 201 í dómshúsinu var þéttsetinn og rúmlega það, og þurftu nokkrir áhorfenda að standa á meðan á réttarhöldunum stóð. Í salnum var stór hópur blaðamennskunema frá Háskóla Íslands, auk eiginkonu Ásgeirs og vinafólks þolandans. Sá sem fyrir árásinni varð, 36 ára Reykvíkingur, hlaut „heilahristing, staðbundinn heilaáverka, rifbrot, mar á augnloki og augnsvæði vinstra megin, sár á innanverðri vör og eymsli í vinstri síðu“, að því er segir í ákærunni. „Ég er enginn boxari,“ sagði Ásgeir, þegar dómari lýsti fyrir honum afleiðingum árásarinnar. Ásgeir sagðist efast um að eitt högg af hans hendi gæti valdið afleiðingum sem þessum. Þolandinn hafi hins vegar fallið í jörðina og gæti hafa hlotið höfuðhögg af því. Ásgeiri og hinum manninum laust fyrst saman snemma kvölds 17. ágúst 2011 á reyksvæðinu á Kaffibarnum. Allir voru sammála um að þolandinn og vinir hans hefðu verið með almenn leiðindi við Ásgeir og kunningjakonu hans, sem hafi orðið til þess að þeir fóru að ýta í kvið hvor annars. „Ég var með „six-pack“ á þessum tíma eftir mikið æfingaskeið,“ sagði Ásgeir, sem var þá að búa sig undir hlutverk sitt sem hrottinn Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Hann hafi því ekki fundið mikið fyrir því að fá hönd kærandans í magann. Maðurinn sló Ásgeir því næst í andlitið og í kjölfarið yfirgáfu Ásgeir og vinur hans barinn. Þeir sneru aftur síðar um kvöldið og vildi Ásgeir þá fá að ræða málin við manninn sem hafði ráðist á hann. „Ég spurði hann hvort hann ætti ekki inni hjá mér högg – eins kjánaleg spurning og það er,“ sagði Ásgeir, sem ber þó að hann hafi aðeins slegið til hans í vörn. Ásgeir segir málið hafa haft miklar afleiðingar fyrir hann. „Ég hef þurft að sæta andúð í samfélaginu,“ sagði hann og bætti við að kjaftasögur gengju um að hann hefði beitt hjólabretti við atlöguna. Aðalmeðferðinni verður fram haldið síðar. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, segist óvanur því að standa í handalögmálum og hann efist þess vegna um að hann hafi getað greitt manni sem kærði hann fyrir líkamsárás svo þungt högg að það hafi valdið heilaskaða. Þetta kom fram við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem Ásgeir neitaði sök. Salur 201 í dómshúsinu var þéttsetinn og rúmlega það, og þurftu nokkrir áhorfenda að standa á meðan á réttarhöldunum stóð. Í salnum var stór hópur blaðamennskunema frá Háskóla Íslands, auk eiginkonu Ásgeirs og vinafólks þolandans. Sá sem fyrir árásinni varð, 36 ára Reykvíkingur, hlaut „heilahristing, staðbundinn heilaáverka, rifbrot, mar á augnloki og augnsvæði vinstra megin, sár á innanverðri vör og eymsli í vinstri síðu“, að því er segir í ákærunni. „Ég er enginn boxari,“ sagði Ásgeir, þegar dómari lýsti fyrir honum afleiðingum árásarinnar. Ásgeir sagðist efast um að eitt högg af hans hendi gæti valdið afleiðingum sem þessum. Þolandinn hafi hins vegar fallið í jörðina og gæti hafa hlotið höfuðhögg af því. Ásgeiri og hinum manninum laust fyrst saman snemma kvölds 17. ágúst 2011 á reyksvæðinu á Kaffibarnum. Allir voru sammála um að þolandinn og vinir hans hefðu verið með almenn leiðindi við Ásgeir og kunningjakonu hans, sem hafi orðið til þess að þeir fóru að ýta í kvið hvor annars. „Ég var með „six-pack“ á þessum tíma eftir mikið æfingaskeið,“ sagði Ásgeir, sem var þá að búa sig undir hlutverk sitt sem hrottinn Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Hann hafi því ekki fundið mikið fyrir því að fá hönd kærandans í magann. Maðurinn sló Ásgeir því næst í andlitið og í kjölfarið yfirgáfu Ásgeir og vinur hans barinn. Þeir sneru aftur síðar um kvöldið og vildi Ásgeir þá fá að ræða málin við manninn sem hafði ráðist á hann. „Ég spurði hann hvort hann ætti ekki inni hjá mér högg – eins kjánaleg spurning og það er,“ sagði Ásgeir, sem ber þó að hann hafi aðeins slegið til hans í vörn. Ásgeir segir málið hafa haft miklar afleiðingar fyrir hann. „Ég hef þurft að sæta andúð í samfélaginu,“ sagði hann og bætti við að kjaftasögur gengju um að hann hefði beitt hjólabretti við atlöguna. Aðalmeðferðinni verður fram haldið síðar.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira