Innlent

Sýknaður af því að hóta kynferðisafbrotamanni

Hæstiréttur Íslands sýknaði karlmann sem Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað af hótunum sem hann sendi öðrum manni. Ástæðan fyrir sýknu Hæstaréttar er sú að að þegar efni þess væri virt í heild sinni, yrði ekki talið að í því hafi falist hótun.

Um var að ræða smáskilaboð en í þeim stóð: „Ertu búin að nauðga einhverri 13 ára nýlega gerpið thitt? Mundu bara að thú sleppur aldrei undan skuldinni. Thað er bedid eftir thér I steininum ef ég næ thér ekki ádur barnaperrinn thinn"

Maðurinn sem sendi skeytið taldi þann sem hann hótaði skulda sér um fimm milljónir króna. Sá sem fékk skeytið hafði verið dæmdur til refsivistar fyrir kynferðisbrot og hóf afplánun sína árið 2012.

Í fangelsinu komu meðal annars menn til hans og kröfðust þess að hann greiddi fjórar til fimm milljónir króna. Hann lét fangaverði strax vita og hélt sig inni í klefanum að miklu leytinu til eftir það. Sá sem sendi skeytið sagði það ekki hafa falið í sér hótun og neitaði alfarið sök og var sýknaður að lokum þar sem í heild sinni var ekki, að mati dómara Hæstaréttar, hægt að sjá að í skeytinu fælist hótun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×