Innlent

Allt með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu

Allt var með kyrrum kjörum á Heklusvæðinu í nótt nema hvað þar mældist einn smáskjálfti upp á 0,4 stig.

Óvissuástand Almannavarna vegna eldgosahættu er enn í gildi, en verður endurskoðað í dag.

Hækkað eftirlitsstig Veðurstofunnar er líka í gildi og er nú búið að koma fyrir sérstökum gasmæli á fjallinu á ný, en vissar breytingar á efnainnihaldi gastegunda eru fyrirboðar eldgoss.

Gasmælingar í fyrra gáfu til kynna að á 10 til 15 kílómetra dýpi undir Heklu sé kvikuhólf sem stækki jafnt og þétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×