Fleiri fréttir

Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu.

Mannshvörfin fá sterk viðbrögð

"Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi.

Sóttu fótbrotna konu á Skarðsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem fótbrotnaði á göngu á Skarðsheiði, milli Hvalfjarðar og Borgarness, um klukkan eitt í dag.

Stálu meðal annars þvottavél

Tvö þjófnaðarmál voru nýverið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Fyrri tilkynningin var þess efnis að farið hefði verið inn í geymsluhúsnæði í umdæminu og þaðan stolið þvottavél og brettatjakki.

Spændi upp sleðabrekku

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að bifreið sæti föst í sleðabrekku í þéttbýli í umdæminu.

Útifundur um stjórnarskrármálið á Austurvelli

Raddir fólksins standa fyrir útifundi í dag um stjórnarskrármálið á Austurvelli. Á fundinum munu þeir Illugi Jökulsson, sem sat í stjórnlagaráði, og Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur, halda tölu auk þess sem Svavar Knútur mun flytja lög.

ESB og Noregur skammta sér yfir 90% af makrílkvótanum

"Það veldur miklum vonbrigðum að Evrópusambandið og Noregur hafi einhliða skammtað sér tæplega 490 þúsund tonna makrílkvóta fyrir árið 2013, eða ríflega 90% af ráðlagðri heildarveiði úr makrílstofninum,“ segir í yfirlýsingu frá Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um niðurstöðuna af samningum ESB og Norðmanna um makrílkvóta í ár.

Skóflu kastað inn um glugga

Óprúttinn aðili virðist hafa kastað skóflu inn um glugga á á heimili í miðborginni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu átti atvikið sér stað skömmu fyrir klukkan sex í morgun.

Maður fannst meðvitundarlaus í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Talsvert vvar um útköll vegna ölvunar og hávaða og óláta í heimahúsum.

Nam sjö ára telpur á brott og braut á þeim

Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur sjö ára stúlkum. Hann sagðist hafa séð þær stela nammi, skipaði þeim að koma með sér og ók með þær á afvikinn stað. Grafalvarlegt mál að stela börnum, segir lögregla.

Langar að leggjast í bað

Framtíðin er óráðin eftir afrek í suðurpólsgöngu hjá Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Hún leggur af stað heim frá Suðurskautslandinu eftir helgina. Af nútíma þægindum saknaði hún helst baðsins og hreinna fata.

Ráðherra boðar Kristínu á fund

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, á fund vegna ummæla sem hún lét falla í fréttum RÚV á fimmtudag.

"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan.

Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári fjölgaði um 12,7 prósent frá 2011. Mest umferð er um Kaupmannahafnarflugvöll af flugvöllunum á Norðurlöndunum.

KÚ kærir Mjólkursamsöluna

Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna fyrir ítrekuð brot á 10. og 11. grein samkeppnislaga með því að krefja KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur.

Ráðstafa þarf skotvopnum í dánarbúum

Samkvæmt landsskrá skotvopna liggja fyrir upplýsingar um að á höfuðborgarsvæðinu sé talsvert af skotvopnum sem eftir eigi að ráðstafa og séu enn skráð á nöfn látinna skotvopnaleyfishafa. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Lýst yfir óvissustigi á Landspítalanum

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Landspítalanum vegna inflúensu, Nóró- og RS vírusa. Forstjóri spítalans segir að ástandið sé alvarlegt.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41 prósent yrði kosið í dag

Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjörutíu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta kemur fram í nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Samkvæmt henni er Björt framtíð orðinn þriðji stærsti flokkur landsins, og eina nýja framboðið sem fær meira en fimm prósenta fylgi.

Nostradamus sá hrunið betur en nokkur greiningardeild

"Nostradamus var fyrstu með fréttirnar, þó svo að hann hafi skrifað þetta árið 1555. Hann sá hrunið betur nokkur greiningardeild.“ Þetta segir Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri og pistlahöfundur, um skrif og spádóma Nostradamusar.

Áhugaljósmyndarinn í gæsluvarðhald

Maðurinn sem gengið hefur undir nafninu "Áhugaljósmyndarinn Eyþór" var í dag úrskurðaður í gærsluvarðhald til 1. febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkum.

Fjöldi sjúklinga færður í einangrun

Fólk er hvatt til þess að takmarka heimsóknir á Landspítalann eins og framast getur næstu daga. Ástæðan er sú að ástandið á spítalanum er alvarlegt vegna inflúensju, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar.

Eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af ástandinu

Eðlilegt er að íbúar á Grundarfirði hafi áhyggjur af eftirmálum síldardauðans í Kolgrafafirði, segir Björn Steinar Pálmason, sveitastjóri „Mikilvægt er að þeir séu upplýsitir um viðbragðsáæltun og drög séu kynnt á fyrirhuguðum fundum með bæjarstjórn, landeigendum go öðrum hlutaðeigandi aðilum til þess að fara yfir málið og ræða næstu skref. Mikilvægt er að þetta gerist hið allra fyrsta," segir í bréfi sem Björn Steinar sendi Umhverfisstofnun.

Borgarstjóri flytur tímabundið í Breiðholt

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara mun hefja starfsemi í Gerðubergi í Breiðholti frá og með frá 21. janúar næstkomandi og vera staðsett þar í þrjár vikur eða til 7. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er markmiðið að Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, og aðrir embættismenn kynnist starfsemi borgarinnar í Breiðholti frá fyrstu hendi.

Seinheppinn ökumaður játaði stuld

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag tæplega tvítugan ökumann sem missti hafði stjórn á bifreið sinni og ekið á gröfu. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatöku staðfestu að hann hafði neytt kannabiss.

Rannsaka hvort að Pólverjinn hafi átt vitorðsmann hér á landi

Gæsluvarðhald yfir Pólverja sem handsamaður var á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mánaðarins með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum hefur verið framlengt. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum frá henni leikur grunur á að maðurinn hafi átt vitorðsmann hér á landi.

Björt framtíð er þriðji stærsti flokkurinn

Björt framtíð er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 og verður greint nánar frá í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Með blæðandi bitsár eftir hund

Hundur beit unglingsstúlku í Njarðvík á dögunum og var lögreglunni tilkynnt um atvikið. Stúlkan hafði verið á ferðinni á göngustig þar sem hundurinn var laus og án eftirlits. Þegar lögregla kom á staðinn var hundurinn enn að sniglast á svæðinu og reyndist hann hafa bitið stúlkuna. Var hún með blæðandi bitsár á hönd og læri eftir hann. Hún var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögregla hafði samband við hundafangara Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem kom og handsamaði hundinn.

Vægir dómar í líkamsárásarmálum - sakborningar játuðu allir brot sín

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fimm menn fyrir árás sem átti sér stað á verkstæðinu Pit Stop í Hafnarfirðir í september árið 2010. Þeir voru fundnir sekir um að hafa í sameiningu ráðist á mann sem þar var og slegið hann með kylfu í höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hvirfli. Sakborningarnir játuðu allir aðild sína að árásinni.

Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn

Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku.

Fimm karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir grófa líkamsárás

Fimm karlmenn voru dæmdir fyrir árás á verkstæði í Hafnarfirði í september árið 2010. Mennirnir réðust á hann, eltu hann upp á aðra hæð verkstæðisins, slógu hann með kylfu í höfuð og líkama og hrintu honum á glervasa sem brotnaði.

Sjá næstu 50 fréttir