Innlent

Þrumur og eldingar frá Hellisheiði til Vestmannaeyja

Þrumu og eldingar nærri Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.
Þrumu og eldingar nærri Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Mynd / Hilmar Bragi
Þrumuveður hefur verið í dag við Vestmannaeyjar en alls hafa tólf til þrettán eldingar mælst á þar til gerðum mælum Veðurstofu Íslands í dag.

Þá mældust tvær eldingar við Hellisheiði og nærri Bláfjöllum. Drunur þrumunnar nærri Bláfjöllum heyrðist allaleið til Reykjavíkur og ekki er loku skotið fyrir fleiri þrumum í dag samkvæmt sérfræðingum.

Núna gengur á með éljum eða rigningu en þungbúið er á höfuðborgarsvæðinu. Þrumuveðrið virðist þó vera að stefna á haf út aftur. Um er að ræða lægðarbólu suður af Reykjanesi.

„Þetta er algengt í svona veðráttu, þá sjást leiftur sem mælast," sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir litla hættu á ferð. „Þetta er ekki algengt," segir Einar um veðrið.

Ef lesendur voru svo heppnir að ná myndum af eldingunum í dag, þá þætti fréttastofu vænt um að fá þær sendar til birtingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×