Innlent

Útifundur um stjórnarskrármálið á Austurvelli

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Raddir fólksins standa fyrir útifundi í dag um stjórnarskrármálið á Austurvelli. Á fundinum munu þeir Illugi Jökulsson, sem sat í stjórnlagaráði, og Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur, halda tölu auk þess sem Svavar Knútur mun flytja lög.

Fundarstjóri verður Hörður Torfason.

Í lýsingu á Facebook síðu Radda fólksins segir orðrétt: „Alþingi ber að virða skýran vilja kjósenda, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Meiri hluta Alþingis ber að láta þann vilja ná fram að ganga."

Fundurinn hefst klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×