Innlent

Nostradamus sá hrunið betur en nokkur greiningardeild

„Nostradamus var fyrstu með fréttirnar, þó svo að hann hafi skrifað þetta árið 1555. Hann sá hrunið betur nokkur greiningardeild." Þetta segir Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri og pistlahöfundur, um skrif og spádóma Nostradamusar.

Þórarinn var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar ræddi hann við þáttastjórnendur um Nostradamur, spádóma hans og sýnir, í tengslum við bankahrunið.

Hann segist sjá spádóma Nostradamusar rætast í fréttaflutningi í dag.

„Nostradamus hafði gert bankahruninu rækileg skil," segir Þórarinn. „Þar talaði hann um samsöfnun auðs, vaxandi þörf eftir lánsfé, nauðungaruppboð og hrun verðbréfamarkaðarins."

Hvað varðar framtíðina bendir Þórarinn og stöðu mála í Austurlöndum nær og Norður-Afríku. Þannig hafi Nostradamus spáð fyrir um eyðileggingu Parísar af hendi múslima og innrás þeirra inn í Evrópu. Vísar Þórarinn hér í nýlega hernaðaríhlutun Frakklands í Malí og loforð herskárra íslamista um að hjarta Frakklands yrði næsta skotmark þeirra.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Þórarinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×