Innlent

Rannsaka hvort að Pólverjinn hafi átt vitorðsmann hér á landi

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Gæsluvarðhald yfir Pólverja sem handsamaður var á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mánaðarins með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum hefur verið framlengt. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum frá henni leikur grunur á að maðurinn hafi átt vitorðsmann hér á landi.

Eins og fram hefur komið stöðvaði tollgæslan manninn, sem er rúmlega þrítugur, við hefðbundið eftirlit.

Fleiri hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið en enginn handtekinn.

Við rannsókn málsins hefur lögreglan á Suðurnesjum notið aðstoðar frá lögregluyfirvöldum í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×